eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: AKUREYRI KÖBEN

laugardagur, júlí 30, 2005

AKUREYRI KÖBEN

Jæja það gerðist helst í gær að eg keyrði á skógarþröst og fékk jákvætt svar frá DTU. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera þar sem að útþráin er alltaf sterk og ævintýraþráin mikil. Valið stendur því á milli þess að vera ein á Akureyri á sömu braut og fyrrverandi grunnskólafélagar litla bróður míns ( ehemm ) klára BSc inn og fara svo út í áframhaldandi nám, eða skella mér bara strax í smörrebröd og bjór til Kaupmannahafnar, klára BS og fara strax í mastersnám eftir það. HMMM hjáááálp hvað á ég að gera? Hvað finnst ykkur?

Annars er lítið að frétta er á labbanum að reyna að koma mér inn í þessi verkefni, testrun og blanda efni, um verslunarmannahelgi.. hfff. Fór að hitta Bruce kallinn til að fá eimað vatn. Hann er svalur, mikið skemmtilegri en japaninn sem bæ ðe vei kemur aftur eftir viku ef hann fær vinnuleyfið sitt framlengt ohh. Hefði verið miklu betra að hafa bara Bruce. Hann sagði mér að hann hefði verið að vinna í Kína áður en hann kom hingað. Kanarnir eru í óða önn að henda upp þungaverksmiðjum þar því að þar eru engar mengunarvarnir tilskildar.. hann sagðist ekki þekkja marga kínverja en 5 þeirra sem hann þekkti væru með banvæn krabbamein. Svo sagði hann mér að hann þyldi ekki Bush og skammaðist sín fyrir að vera kani á meðan hann væri við völd ( hef heyrt þetta mikið frá Könum, greyin að reyna að koma því á hreint við mann ... svo sagði hann mér líka að hann hefði verið að fylgjast með fuglunum á Reyðarfirðinum þar sem að þeir dæla út skólpinu frá álverinu og hann sagði að það væri ótrúlegt að sjá þegar að dælurnar færu af stað hvað fuglarnir reyndu að forða sér..þvílikt ógeð er það nú sem verið er að dæla út. En já ég veit sko allt um það því að sýnin sem ég er að mæla úr eru SVöRT og það eru ekki ykjur ónei

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home