eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Sjálfboða - hvað?

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Sjálfboða - hvað?

Var að velta fyrir mér afhverju fólk vill búa á Neskaupsstað. Keyrði í gegnum bæinn áðan til að komast inn í einu matvörubúðina sem er þar. Þar kostar Minna mál kexpakkinn litlar 450 kr. Það er mikið en Norðfirðingar eiga greinilega mikla peninga, kannski þess vegna sem þeir vilja búa hérna.. keyrði upp á tjaldsvæði til að athuga hvort það væri eitthvað líf þar en það var ekki til lukku þar sem að eina lífveran sem ég fann þar á sveimi var gamall svartbakur.. keyrði þvi bara aftur til baka upp í vinnu til að hanga á netinu,eftir að hafa eytt 2900kr í ekki neitt í millabúðinni, það er skárra en að hanga í gamla tónlistarhúsinu sem ég gisti í eins og er með 7 skítugum sjálfboðaliðum víðsvegar að úr Evrópu sem eru að búa til göngustíga upp um öll fjöll hér, ég veit eiginlega ekki til hvers þar sem að það er ekkert fólk hérna til að labba um þá...þessar fáu hræður sem ég sé eru bara á rúntinum á stóru jeppunum sínum, sennilega þá á milli millamatvörubúðarinnar og frystihússins sem er staðsett í hinum enda bæjarins. Var að velta fyrir mér hvort að það sé einhver sálfræði í því að setja þessa tvo mest sóttustu staði í sitthvorn endann á bænum svo að það virðist vera meira líf í þorpinu?? Það væri það!!

En já ekkert að frétta nema að einn af skítugu sjálfboðaliðunum er dani og hann saup bara hveljur þegar ég sagði honum að eg hefði sótt um í DTU. Sagði að ég þyrfti að vera ógeðslega góð í stærðfræði. Þetta er víst alveg súperskóli á danskan mælikvarða , eða það fannst honum allavegana. Sagði að vinir hans hefðu allir fallið, en ég held að það segi bara meira um vini hans en skólann sjálfan. Hver er annars svo vitlaus að koma til Íslands sem sjálfboðaliði í helli rigningu og þoku að hamast upp í fjalli alla daga í úrhellis rigningu og þoku!!?? Til Íslands? Hefði skilið það ef það væri S-Ameríka eða eitthvað þar sem að enga vinnu er að fá og er allavega hægt að liggja í sólbaði þegar maður er í fríi... Sjálfboðavinna á Íslandi þar sem að Pólverjar, Kínverjar og ég veit ekki hvað og hvað er flutt inn í hrönnum til að vinna þar sem að ekki er nóg framboð af íslensku vinnuafli og atvinnuleysi er óþekkt... já þetta er alveg frábært, alltaf fær maður eitthvað nytt til að hugsa um...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home