eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Stríð eða hryðjuverk ?!

laugardagur, júlí 09, 2005

Stríð eða hryðjuverk ?!

Bara ekkert að frétta. Maður svona ennþá að jafna sig á sprengingunum í London. Þetta var búið að liggja lengi í loftinu. Hef nú áður talað um hryðjuverk og ætla ekkert að gera það aftur, nema að það fer í taugarnar á mér notkunin á þessu orði HRYÐJUVERK því að ég get einhvern veginn ekki skilið muninn á orðinu hryðjuverk og stríð því í mínum huga er það eitt og sami hluturinn. Hvaða munur er á því þegar Bandaríkin senda sprengjur á Írak til að drepa saklaust fólk eða þegar sprengjur springa í London, Madrid eða USA? Það er kallað stríð þegar vestræn lönd sprengja upp og drepa "fátæk" lönd en hryðjuverk ef það virkar á hinn bóginn.. athyglisvert.

En allavegana. Er byrjuð í ræktinni og buin að vera þó nokkuð dugleg þó ég segi sjálf frá. Búið að betrumbæta aðstöðuna hérna á Egils og allt gott um það að segja. Svo er maður bara að vinna á fullu og því allt í sómanum bara. Vona að sömu sögu sé að segja um ykkur!!! ???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home