Hvað er um að vera í þjóðfélaginu þegar að helsta fréttin í Ríkisútvarpinu alla daga eru lögregluaðgerðir gegn einhverjum nokkrum hræðum sem dirfðust að koma til landsins og mótmæla virkjunum á hálendi landsins? Víkingasveitin fékk meira að segja að komast aðeins út og anda að sér fersku lofti en það fer að verða langt síðan að það gerðist síðast... hvenær ætli það hafi annars verið? Þegar að seinustu mótmæli voru haldin árið 1970 gegn NATO eða þegar Þorskastríðið var? Ég veit það ekki... það er greinilegt að það er eitthvað mikið um að vera...
ætli Dabba hafi ekkert litist á þá? Ætli þeir hafi ekki verið nógu mafíosalegir fyrir hann? Jú eitthvað var talað um það að þetta væru lögbrjótar og helstu lög íslenskrar lögreglu eru þau að almenningur eigi að gjöra svo vel og fylgja því sem að þeir segja, ef ekki þá mætir bara kirkjan á svæðið með snarvitlausa kellingu í fararbroddi sem græddi á tá og fingri þegar að Impregilo og Landsvirkjun ákváðu að reisa Kárahnjúkavirkjun. Já hvað ætli komi til þess að kirkjan sé farin að skipta sér að þessum málum.. peningar og aftur peningar...?? Held að þeir ættu nú að endurskoða það sem eftir þeim var haft í fjölmiðlum með það að þeir vilji sko ekkert með svona útlendinga að hafa í landinu... held að fólkið megi nú mótmæla þar sem að mestur hluti af peningunum sem fer í að byggja þessa blessuðu virkjun kemur frá erlendum fjármögnurum og renna allir til alþjóðlegra auðhringa (langaði að skrifa glæpahringa en það má ekki ) ... já ekki hafa íslendingar haft fyrir því að tjá sig um þetta mál, enda er öllum alveg skítsama um það sem er að gerast í kringum þá, þó svo að við séum heilaþvegin á því að Álver sé gott fyrir þjóðarbúskapinn og búi til störf fyrir fólkið í landinu og bla bla bla... ég meina hvaðan haldiði að þessir peningar komi eiginlega? Á meðan skattpeningarnir okkar ættu að fara í menntum og heilsugæslu þá leka þeir í vasann hjá Landsvirkjun og co sem gefa orkuna okkar úr landinu .... og skattpeningarnir okkar fara í að borga erlenda skuldarhallann sem er meira hallandi núna en hann hefur nokkurntímann verið og fer hratt á aðra hliðina eftir því sem að peningunum er ausið í erlent vinnuafl og erlendar skuldir í von um að álver haldist stöðugt í einhver ár í viðbót....
föstudagur, júlí 29, 2005
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- fhmcuychiæpogaæpkkkkkkkkk
- Sjálfboða - hvað?
- Jæja er enn að þýða ítalska dótið mitt yfir á ensk...
- Stríð eða hryðjuverk ?!
- HÆTT AÐ SKAMMAST
- ER BLOGGMENNINGIN AÐ LEGGJAST AF??
- Finnar reiðir Berlusconi vegna ummæla um finnska m...
- Jæja þá er ferðalagið til Írlands búið. Og Tælandf...
- JÆJA ÞA ER HÆGT AÐ VIRÐA FYRIR SER TÆLANDSFERÐINA ...
- Frettir fra taelandi
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home