Það er nú gott að vita að enn fylgjast einhverjar nokkrar hræður með hrakförum manns hérna á Afríkuflekanum.
Hef svosem ekkert brjálæðislega mikið að segja nema að ég var í prófi í morgun og það gekk bara vel, ótrúlegt en satt, ég talaði bara um íslenska jarðvegi eins og ég hefði aldrei gert annað en að rannsaka það og próffanum fannst ég bara nokkuð vel að mér og saman settum við fram hinar ýmsu kenningar um uppruna og þróun íslenskra jarðvega án þess að hann hafi nokkurn tímann stigið fæti á íslenska grund og ég með því að hafa lesið eina íslenska handbók um jarðfræði eftir Ara Trausta, já fórum alveg á kostum bara. Komumst til dæmis að því að þar sem að járn kemur upp úr jarðvegi á Íslandi ( fyrir fáfróða í þessum efnum þá er það þar sem að maður sér rauðan lit á jörðinni ) að það stafaði af því að íslenskir jarðvegir eru mjög seinþroska þar sem að á Íslandi ríkja miklir kuldar ( hef lært það hér að á Íslandi er allt seinþroska og SLOW )... en allavegana ef þið viljið ræða þetta ofan í kjölinn eitthvað frekar látiði þá bara heyra í ykkur, ég sit fyrir svörum, ég er hérna fyrir ykkur gott fólk!!
Best að fara að taka til og vökva blómin og slást aðeins við köttinn og byrja svo að læra fyrir næsta próf sem er ekki langt undan.
Heilsa í bili
fimmtudagur, júní 03, 2004
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- Tinna litli púki átti afmæli þann 29 maí og í dag ...
- Já, ég er búin að ákveða að halda áfram í skólanum...
- OG J'A THAD ERU KOMNAR NYJAR MYNDIR INN!!!
- Já það er orðið langt síðan maður bloggaði seinast...
- Jæja er búin að vera að dreifa auglýsingabæklingum...
- Jæja það gengur ýmislegt á hér. Í gær fékk ég við...
- Já ég hef fengið þó nokkrar fyrirspurnir um væntan...
- Fólk til að taka sér til fyrirmyndar: Amma hennar ...
- F?lk til a? taka s?r til fyrirmyndar: Amma hennar...
- hmm gekk eitthvað illa með þetta lag, allavegana h...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home