eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: ITALY IS OUT

miðvikudagur, júní 23, 2004

ITALY IS OUT

Já Ítalía fékk aldeilis skellinn í gær, dottnir út úr Evrópukeppninni hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Eftir tvo mjög slæma leiki þá var nú leikurinn í gær aldeilis ekki til að toppa það, ekki var hægt að sjá að um ítalska landsliðið væri að ræða heldur var frekar eins og um væri að ræða eitthvert lágdeildaramatörlið sem hafði smyglað sér inn í úrslit Evrópukeppninnar. Tölum ekki heldur um framkomu liðsmanna þessa amatörsleikmanna sem ættu nú samt sem áður að hafa það ágætt miðað við alla milljarðana sem þeir moka inn fyrir að hlaupa á eftir bolta allt árið í kring, og það er nú alvitað að ítalskir amatörsleikmenn eru þeir hæstlaunuðustu í heiminum, og þeir leyfa sér að hrækja framan í aðra leikmenn í beinni útsendingu eins og Totti, eða eins og Vieri sem reiddist við blaðamenn og alla ítölsku þjóðina eftir leikinn við svíana og rauk út hrópandi að hann væri nú meiri karlmaður en allir þeir sem leyfðu sér að setja út á hann, og Trapattoni sem eftir leikinn í gær hélt því fram að liðið hefði nú ekki spilað svo illa heldur þá hafi það nú frekar verið dómarinn sem " hefði ekki hjalpað uppá framvindu leiksins",og sagði svo bara ciao við fréttamanninn þegar hann spurði hann um hvað Trapattoni ætlaði nú að fara að taka sér fyrir hendur ( átti náttla við að nú yrði hann rekinn ) og svo eru það allir hinir sem núna eru fúlir út í Skandinavíu og ásaka þá/okkur um að vera bara svindlara vegna þess að danir og svíar hafi hjálpað hvor öðrum að komast áfram með að ákveða að leikurinn færi 2-2 og ég er nú nokk sammála um að þannig hafi það verið, en ítalir geta nú samt bara sjálfum sér um kennt eftir drullulélega frammistöðu þá áttu þeir bara þvi miður ekki skilið að komast áfram...

Ég sé fyrir méf skemmtilegan leik ef Englendingar og Danir lenda saman,bæði hröð og skemmtileg lið... MEÐ HVERJUM HALDIÐ ÞIÐ?????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home