eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Pósthús dauðans

föstudagur, júní 25, 2004

Pósthús dauðans

Arghhh
Ég hafði slæma tilfinningu í gær þegar konan i tungumálaskólanum hringdi í mig og bað mig að senda sér bæklinga sem hún hafði gert vitlausa með pósti í gær. Ég reyni yfirleitt nú orðið að komast hjá því að fara á opinberar skrifstofur því að ég veit núorðið að þegar ég slepp þaðan út þá er ég með púlsinn á 180 og liggur við hjartaáfalli og heilablóðfalli samtímis.

Allavegana ég féllst á að gera henni þennan greiða, klukkan 17 labbaði ég inn á pósthús dauðans niðri í miðbæ og viti menn það var enginn röð ekki neitt,leit út eins og á pósthúsunum heima... en ekki má láta blekkja sig af útlitinu einu saman.. fer og næ mér í númar, það er aðeins ein manneskja á undan mér, tvær manneskjur að afgreiða. Eg bíð og bíð og bíð og bíð, eftir 20 mín kallar önnur afgreiðslumanneskjan á mig, og spyr hvað ég þurfi að gera, nú ég með risapakka í höndunum segi henni að ég þurfi að senda pakka. Hún horfir á pakkann,já nei það er ekki hægt að senda þennan pakka,hann er lokaður illa. Ég í mestu rólegheitum spyr hana hvort hún geti þá ekki lánað mér smá límband. Nei ég á ekkert límband svarar hún líka svona almennileg. Ég spyr hana hvort að hún sé að grínast hvort hún geti allsekki gefið mér smá límband.. hún segir mér að þegar ég hafi keupt kassann þá hafi átt að vera lím ofan í kassanum... ég svara henni að svo hafi ekki verið, þá kemur einhver drengur aftan af henni sem var búinn að glápa á mig í hálftíma og spyr afgreiðsludrusluna hvort hún þurfi á hjálp að halda við að tala ensku... henni finnst það voðalega fyndið, mér hinsvegar minna.

Tek pakkann og fer á næsta hlið til að biðja kallinn þar um límband sem auðvitað var til í tonnatali, en hann nennir ekki að afgreiða mig heldur segir mér að fara í röðina hjá kellingunni aftur og hverfur á bakvið og ég sé að hann fer að leika sér með einhvern plastpoka. Ég fer aftur í röðina, og þá er kellingin að leika sér í tölvunni. Þá kemur stelpa inn og spyr mig hvaða numer ég sé, og ryðst fyrir framan mig. Ég bara okey verð þá bara á eftir henni. Það tók alveg heilan hálftíma að afgreiða þá blessuðu manneskju og klukkan orðin sex. Í millitíðinni þá kemur fleira fólk inn á pósthúsið. Einhver snarklikkuð kelling ræðst á mig og spyr mig hvaða númer ég sé, ég segi henni að það skipti nu litlu máli þar sem að það sé ekki farið eftir numerunum og þau hafi sleppt minu númeri úr. Hún bara NEI numer hvað ertu, og ég bara já ég er numer 176. Kellingin heldur því fram að hún sé því næst því hun sé 181 og nú væri afgreiðslukellingin á 180. ´

Eg helt nu ekki, enda orðin verulega pirruð á þessu öllusaman. Loksins þegar stelputuðran var buin að koma pakkanum af sér þá ryðst ég að afrgreiðslukellingunni og set pakkann á borðið fyrir framan hana. Hun alveg já hvert á þessi pakki að fara? Eg svara til Taormina, hun bara ha... eg til Taormina, og hun ha er það á Ítaliu....og ég bara já ef að það er ekki buið að færa pleisið....

Eg segi henni að pakkinn eigi að vera sendur sem póstkrafa, þvi að það var þannig sem að frúin í Taormina bað mig um að senda sér pakkann. Kellingin hafði nú aldrei heyrt um það að það væri hægt að senda pakka með póstkröfu... og segir bara NEI það er ekki hægt. Og ég bara hvað meinarðu með að það sé ekki hægt ( ég fékk td tölvuna mina senda í postkröfu um daginn ) og hun bara stynur og andvarpar yfor þessu öllu, nei nei það er ekki hægt að senda pakka og borga ekki undir þá. Ég er alveg buin að missa þolinmæðina. Eg segi henni að það sé bara víst hægt og ég ætli að senda pakkann í póstkröfu. Hun bara EG HEF ALDREI VITAÐ UM FOLK SEM SENDIR PAKKA AN ÞESS AÐ BORGA UNDIR ÞA, en eg get svosem spurt einhvern sem vinnur með mer að þessu, biddu herna. Eg hélt nu ekki, eftir klukkutima þarna inni og ekki einu sinni í biðröð þá kom ekki til greina að bíða meir. Ég þrifsaði fjandans pakkann úr höndunum á henni og þreytti í hana hver andskotinn væri eiginlega að henni. Fyrst þá gat hun ekki gefið mer sma limband, svo lætur hun mann biða i klukkutima an þess að það se folk, svo hlær hun framan í mann, neitar að senda pakkann, utskyrir ekki neitt, er með dónaskap og ætlast svo til að ég bíði eftir þvi að hun fari að athuga hja hinum hálfvitunum á geðveikrahælinu sem ítalski posturinn er hvort það sé hægt að senda einn helvitis pakka í postkröfu... kemur ekki til greina.. og bætti við að ég legði eindregið til að hún annaðhvort skipti um vinnu eða væri bara heima hjá sér af því að hún væri sko ekki hæf til að vinna á opinberri stofnun og strunsaði út.

Til að enda söguna þá kom ég heim í brjáluðu skapi, sendi Giovanni á posthusið með pakkann, hann endaði á að rífast við heimska fólkið sem hélt því fram að það haefpi aldrei séð mig né myndi eftir nokkrum vandamálum sem upp hefði komið, plús það að þau legðu það ekki í vana sinn að moðga fólk....svona er póstþjónustan á ítaliu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home