Skjóta skjóta drepa drepa
Mér verður stundum hugsað til þess þegar maður var minni í sveitinni, þá var nú oft talað um að minkar og refir væru hin mestu óargadýr og legðust á búfénað og ætu fugla og fisk og þess vegna ætti þá að skjóta og drepa, höggva af þeim skottið og fá pening fyrir. Ég rakst á grein í mogganum í dag, þar sem segir frá bónda nokkrum sem var að spígspora um jörð sína og fann gæs sem verpti ofan á minkagreni. Mér fannst þetta nú nokkuð skemmtileg frásögn þangað til að sagt var frá að til hafi verið kallaður annar maður með byssu sem fann fljótlega minkalæðuna á sundi og fargaði henni einn tveir og þrír og á eftir var öllum litlu minkahvolpunum útrýmt með nokkrum vel völdum haglabyssuskotum. Jú ég get svosem verið sammála því að ef of mikið er af mink og ref þá getur það valdið skaða í lífríkinu en ég held samt að við verðum nú að passa okkur aðeins á að útrýma ekki þessum fáu spendýrum sem lifa í íslenskri náttúru. Það hefur mikið verið talað um það hér úti á Ítalíu að úlfar leggist á búfénað og væru stórhættulegir manninum, og var ítalska úlfastofninum hér nær útrýmt á örfáum árum, nú finnst úlfur aðeins á einu svæði á allri Ítalíu og er hann í útrýmingarhættu. Hins vegar þá hafa rannsóknir leitt í ljós að úlfar hins vegar eru ekki eins skæðir og alls ekki jafngrimmir og haldið hefur verið fram enda var það sem haldið var, bara kenningar og kjaftasögur enda aldrei verið fylgst vísindalega með úlfinum fyrr en núna.Ég segi því að áður en okkur mun takast að útrýma ref og mink úr íslensku vistkerfi eins og okkur hefur tekist og er að takast með önnur dýr tek sem dæmi haförninn, þá held ég að við ættum að læra meira um atferli og hegðun þessara tegunda áður en ákveðið er að leggja út og skjóta og drepa allt sem á vegi okkar verður...munum eftir því að þessi dýr veiða sér eingöngu til matar en ekki til gamans og að refir, úlfar og minkar eru náskyldir köttum og hundum....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home