eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

föstudagur, júní 18, 2004

Já það er helviti þægilegt að sitja úti á svölum og læra fyrir próf, þá verður maður bæði gáfaðari og sólbrúnni á sama tíma. Veðrið er orðið gott aftur eftir óvænt óveður sem gekk yfir í gær með brjálæðislegri hitabeltisrigningu og roki út í sveit sem endaði með því að ein rúta með fullt af fólki og einhverjir 4 vel hlaðnir vörubílar hófust á loft á hraðbrautinni sem liggur frá Catania til Palermo ásamt heilu trjánum sem rifnuðu upp með rótum og enduðu einhversstaðar utan vegar. Enginn dó en það liggja 11 manns á spítala eftir þetta uppátæki veðurguðanna. Í dag er sólin þó farin að skína aftur og það er einhver 30 stiga hiti sem er þó nokkuð minna en hefur verið seinustu daga.

Í kvöld og á morgun þá er Festivalbar á dómkirkjutorginu hérna í Catania, þeir sem ekki vita hvað það er þá eru það útitónleikar sem færast úr borg í borg hér á Italiu á sumrin og taka þátt bæði þekktir innlendir og erlendir listamenn ( hljómsveitir ) eins og Zucchero, Eros Ramazotti, hann þarna rosso relativo gaurinn ( man ekki hvað hann heitir i augnablikinu og svo fullt af erlendum píkupoppshljomsveitum sem eg man heldur ekki hverjir eru en fullt af frægu folku sko, og ég er svo heppin að geta bara fylgst með prógramminu af svölunum hjá mer og þarf þvi ekki að troðast niður í bæ í öllum gelgjuskaranum því maður er nú orðinn alltof þroskaður til að standa í svoleiðis stappi ( ekki satt því að ég ætlaði að kaupa miða en þeir voru uppseldir fyrir ári síðan eða eitthvað þvíumlíkt ) allavegana.... hmmm

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home