eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

mánudagur, júní 07, 2004

Andskotinn, óþolandi þegar maður er búinn að skrifa og skrifa og svo bara dettur allt út og bloggið kemur ekki inn.

Allavegana, það er greinilega mikið talað um þetta blessaða fjölmiðlafrumvarp hans Davíðs einræðisherra og hið stórmerkilega neitunarvald forseta Íslands sem loksins eftir mörg hundruð ár hefur verið notað. Í hvert skipti sem ég fer inn á mbl.is þá er þetta aðalfréttin fyrir utan hinar ymsu skoðanakannanir sem maður fær sendar í hinum ýmsum ruslpóstum. Ég get nú ekki verið annað en sammála honum Ólafi þar sem að þetta fjölmiðlafrumvarp var nú náttúrlega alveg út í hött, en samt sem áður mjög í stíl einræðisherrans og ekkert til að furða sig svo sem á eftir öll kjaftæðis laga og reglufrumvörpin sem sett hafa verið fram og samþykkt seinustu árin af ríkisstjórn Íslands. Ég persónulega sé því ekki neina ástæðu til að hoppa hæð mína í loft upp yfir því að loksins, loksins hafi neitunarvaldinu verið beitt. Ég hefði nú verið miklu grobbnari af hinum hæstvirta forseta Íslands hefði hann notað hið mikilfengna neitunarvald og ekki skrifað undir samþykki íslensku þjóðarinnar við innrás í Írak, eða neitað að skrifa undir hinar fáránlegu virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka sem eiga eftir að Íslandi á lista yfir þriðjaheimsríki eftir öll peningaútlátin uppi á hálendi Íslands og þar með stopp á peningaútlát í allar aðrar framkvæmdir í islensku þjóðfélagi. Hvernig væri hinsvegar að reyna að minnka á erlendum skuldum þjóðarinnar? Það kannski hefst með því að veiða 50 hrefnur í vísindaskyni? Hver veit?

Tölfræðilega séð þá held ég nú samt að einræðisherrann Davíð geti nú setið sáttur við sinnhlut því að eitt neitunarvald á móti 50 kjaftæðislagafrumvörpum sem hafa runnið í gegn er bara alls ekki svo slæm útkoma, ef hugsað er út í það...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home