eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: ágúst 2006

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Norðaustan 7 og slydda

Jamm. Brá mér á fjöll í gær. Tilefnið ef títt nefnd örnefnaskýrsla. Hér kemur sýnishorn af landinu sem fer undir vatn. Þið fáið þetta í antiprima áður en skýrslan verður send til Landsvirkjunnar og læst þar ofan í skúffu.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Það er víst öllum alveg sama um þetta...

Alcoa sektað fyrir 1.819 brot

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Alcoa um 645 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa brotið lög um loftmengun 1.819 sinnum á tveggja ára tímabili. Dagblaðið Dallas Morning News greindi frá því í gær að Alcoa hafi gert samning við dómsmálaráðuneytið og umhverfisverndarsamtök árið 2003.

Í honum skuldbatt Alcoa sig til að umbreyta eða endurnýja mengunarvarnarbúnað við kolaorkuver sem knýr álver fyrirtækisins í Texas. Að öðrum kosti átti að loka verinu. Alcoa mun ekki hafa virt samninginn.

Talsmaður Alcoa heldur fram sakleysi fyrirtækisins og hefur verið farið fram á frestun ákvæða samningsins. Sú beiðni verður lögð fyrir dómara í dag.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Mótmælendur

Ég var að lesa Austurgluggann áðan inni á kaffistofu. Þar var spurning dagsins eða vikunnar eða eitthvað álíka sem bar yfirskriftina " Hvað finnst þér um mótmælendur "?

Bíddu hvers konar spurning er þetta eiginlega? Er það orðin spes atvinnugrein að vera mótmælandi? Hvernig er hugtakið mótmælandi skilgreint? Er bara hægt að fella þá alla undir sama hatt? Eru þeir sem eru mótmælendur þá bara á móti öllu eða mega þeir líka bara vera á móti sumu? Var Jón Sigurðsson þá mótmælandi? Vér mótmælum allir!Einn svaraði, ég mótmæli mótmælendum. Hvað gerir það hann þá? Mótmælir hann Jóni forseta? Mótmælir hann þeim sem að hafa aðrar skoðanir en þeir sem búið er að heilaþvo af ríkisstjórninni í sambandi við Kárahnjúka? Mótmælir hann andstæðingum Sellafield og þeim sem mótmæla stríði í heiminum? Mótmælir hann sjálfum sér? Hvað heita þá þeir sem ekki eru mótmælendur? Meðmælendur? Hvernig væri þá að hafa spurningu næstu viku, hvað finnst þér um meðmælendur?

Hver stendur fyrir þessari vitleysu? Heimur versnandi fer...

Góðar upplýsingar

Þú ert 28 ára . . .

eða 1481 vikna gamall/gömul
eða 340 mánaða gamall/gömul
eða 10374 daga gamall/gömul
eða 248976 klst. gamall/gömul
eða 14938580 mín. gamall/gömul
eða 896314836 sek. gamall/gömul

Og næsta afmæli þitt er eftir:
217 daga 16 klst. 40 mínútur og 24 sek. ( fimmtudagurinn 24 águst 2006, kl 08.25 ) og ég er orðin veik....

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Já var það ekki!!!

Vinsældir George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa aukist um 5% frá því grunaðir hryðjuverkamenn voru handteknir í Bretlandi í síðustu viku. 42% Bandaríkjamanna eru nú sáttir við störf forsetans samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir USA Today en fyrr í þessum mánuði kváðust 37% aðspurðra vera sáttir við frammistöðu hans.

( tekið úr mogganum )

Það skyldi þó vera.... ?

Getur svo einhver útskýrt fyrir mér afhverju lögreglan á Egilsstöðum rannsakar ekki líkamsárásina á Kínverjann á Kárahnjúkum sem tilraun til manndráps?? ( kom fram í morgunfréttum RUV ). Þeir halda sennilega að handrukkararnir þarna hafi bara aðeins ætlað að klappa kínakallinum... Já þetta finnst mér stórmerkilegt í ljósi þess að víkingasveitin er búin að vera þarna uppfrá í allt sumar vegna nokkurra mótmælenda sem engum gera neitt... ... ??!!!!

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Vinnan

Já myndavélin var að sjálfsögðu höfð með niður á Borgarfjörð enda er þetta einn af uppáhaldsstöðunum mínum á landinu. Ég er ekki frá því að álfarnir hafi meira að segja hjálpað mér með GPS tækið sem var búið að vera frosið í 4 tíma áður en ég fór undir álfaborgina og bað þá um að hjálpa mér. Tækið datt í gang og er búið að virka fínt síðan! Áfram Álfar!!!! Ég vil vekja sérstaka athygli á hundinum Brandi sem dó fyrir 56 árum ca, og já fjárhúsunum sem einnig eru grafin með honum, blessuð sé minning þeirra.

Hvert er blómið? Það er oggulítið úr fókus en glöggir eiga að þekkja það samt sem áður...



þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Á morgun segir sá lati.

Það er alveg ofsalega lítið að frétta. Sit í vinnunni og horfi á rigninguna út um gluggann á milli þess sem ég vinn úr vatnsbólaúttektinni af Borgarfirði ( mjög athyglisvert, enda eru Borgfirðingar þekktir fyrir flest annað en að flokkast undir normalkúrfu í venjulegheitum ). Þarna hitti ég marga frændur og frænkur sem ég vissi ekkert af og sumir voru meira að segja skyldir mér í báðar ættir!! Á enn eftir að fara á nokkra bæi og skoða vatnsból en maður fer ekki langt í svona suddaveðri. Er búin að vera næstum ein á verkfræðistofunni þessa vikuna, fólkið er að reyna að sjatla út sumarfríið sitt. Það er svo sem ágætt svo lengi sem ekki upp koma einhver major vandamál sem ég kann ekki að leysa. Þá finn ég bara upp einhverja hvíta lygi eins og að tölvukerfið sé bilað eða eitthvað álíka. En þetta er búið að ganga vel hingað til.

Við Nína renndum á Akureyri um seinustu helgi. Tilgangurinn var að hitta hann Raphael vin minn frá Belgíu sem er á landinu núna. Ekki vildi betur til en svo að hann var með batteríslausann síma allan daginn og við brenndum austur aftur án þess að hitta á drenginn. Hins vegar þá nutu verslunareigendur norðan heiða góðs af heimsókn okkar þvi að stórútsala var í hverri búð, öllum til mikillar ánægju.

Annars er gömul della búin að taka sig upp í mér aftur. Er að spá í að fara næsta sumar til Afríku og vinna við sjálfboðastörf í einhvern tíma. Kenya eða Suður Afríka koma sterkt inn. Þetta er nátturlega eitthvað sem ég er búin að vera að spá í lengi. Enn er ekkert ákveðið og því best að hafa um það sem fæst orð í bili.

Í tilefni leiðinlegs bloggs þá fylgir brandari með í þetta skiptið ..

Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?"
Hafnfirðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði síðan neitandi.
,,Nú, auðvitað ég sjálfur!" skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér.

Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar:
,,Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?"
,,Nei, Siddi, vinur. Það veit ég ekki, hver er það?" svaraði eiginkonan áhugasöm.
,,Það er einhver leigubílstjóri í Reykjavík," sagði þá Hafnfirðingurinn, kinkaði kolli og klóraði sér!

laugardagur, ágúst 12, 2006

Testing Fujitsu...

Ég komst yfir nokkrar nýjar/gamlar myndir frá ferðalaginu okkar í Tælandi fyrir rúmu ári síðan. Nína á heiðurinn af þeim. Það er alltaf gaman að ferðast eftir á. Takið serstaklega eftir svipnum á öllum á myndunum...sérstaklega Nínu í bakgrunninum að tala í Tælenska talstöð! Og já mig er farið að langa aftur í djúsí ferðalag... ekki spurning!!


fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Landið sem sekkur...



Er að gera örnefnaskrá í vinnunni fyrir Landsvirkjun. Þeir vilja víst vita hvað landið heitir sem mun fara undir vatn. Fann þessar myndir af Kárahnjúkum ásamt mörgum öðrum rosalega flottum. Snökt. Ég fer þarna uppeftir fljótlega til að skrá þessi örnefni og koma þeim á lesanlegt form. Allt fyrir Landsvirkjun vini mína.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Hmm

virðist bara vera þegar ég er að reyna að setja inn myndir...Afhverju í ósköpunum?? Svar óskast.

P.s langar samt í nýja tölvu...

Get ekki bloggað lengur í tölvunni minni... Drazl... vill einhver gefa mér nýja tölvu? Plíís...