Á morgun segir sá lati.
Það er alveg ofsalega lítið að frétta. Sit í vinnunni og horfi á rigninguna út um gluggann á milli þess sem ég vinn úr vatnsbólaúttektinni af Borgarfirði ( mjög athyglisvert, enda eru Borgfirðingar þekktir fyrir flest annað en að flokkast undir normalkúrfu í venjulegheitum ). Þarna hitti ég marga frændur og frænkur sem ég vissi ekkert af og sumir voru meira að segja skyldir mér í báðar ættir!! Á enn eftir að fara á nokkra bæi og skoða vatnsból en maður fer ekki langt í svona suddaveðri. Er búin að vera næstum ein á verkfræðistofunni þessa vikuna, fólkið er að reyna að sjatla út sumarfríið sitt. Það er svo sem ágætt svo lengi sem ekki upp koma einhver major vandamál sem ég kann ekki að leysa. Þá finn ég bara upp einhverja hvíta lygi eins og að tölvukerfið sé bilað eða eitthvað álíka. En þetta er búið að ganga vel hingað til.Við Nína renndum á Akureyri um seinustu helgi. Tilgangurinn var að hitta hann Raphael vin minn frá Belgíu sem er á landinu núna. Ekki vildi betur til en svo að hann var með batteríslausann síma allan daginn og við brenndum austur aftur án þess að hitta á drenginn. Hins vegar þá nutu verslunareigendur norðan heiða góðs af heimsókn okkar þvi að stórútsala var í hverri búð, öllum til mikillar ánægju.
Annars er gömul della búin að taka sig upp í mér aftur. Er að spá í að fara næsta sumar til Afríku og vinna við sjálfboðastörf í einhvern tíma. Kenya eða Suður Afríka koma sterkt inn. Þetta er nátturlega eitthvað sem ég er búin að vera að spá í lengi. Enn er ekkert ákveðið og því best að hafa um það sem fæst orð í bili.
Í tilefni leiðinlegs bloggs þá fylgir brandari með í þetta skiptið ..
Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?"
Hafnfirðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði síðan neitandi.
,,Nú, auðvitað ég sjálfur!" skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér.
Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar:
,,Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?"
,,Nei, Siddi, vinur. Það veit ég ekki, hver er það?" svaraði eiginkonan áhugasöm.
,,Það er einhver leigubílstjóri í Reykjavík," sagði þá Hafnfirðingurinn, kinkaði kolli og klóraði sér!
5 Comments:
INBREED BIRNA INBREED
Ég vil trúa því að þú sért að tala um Hafnfirðinginn :)
Ú, en spennandi! (sjálfboðastarfið þ.e.a.s., ekki vatnsbólin). Kenya er yndislegt land, mæli meððí.
Morgundagurinn verður alltaf sko miklu betri....ef maður klárar allt í dag (tekst samt því miður alltof sjaldan)
Líst vel á gömlu delluna, samt ekki meira en eitt ár ef fylgja þarf öðrum markmiðum í lífinu eftir, only on life to spend.
Hei Ásta ég er ekki frá því að ég hafi séð þig á labbinu á Tjarnarbrautinni fyrir verslunarmannahelgina.. var svo lengi að fatta það að ég var komin langt fram hjá þér þegar ég áttaði mig...
og Bryndís, nei heilt ár kemst því miður ekki í áætlunargerðina hjá mér, í mesta lagi 2 mánuðir yfir sumartímann :)
Skrifa ummæli
<< Home