eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Mótmælendur

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Mótmælendur

Ég var að lesa Austurgluggann áðan inni á kaffistofu. Þar var spurning dagsins eða vikunnar eða eitthvað álíka sem bar yfirskriftina " Hvað finnst þér um mótmælendur "?

Bíddu hvers konar spurning er þetta eiginlega? Er það orðin spes atvinnugrein að vera mótmælandi? Hvernig er hugtakið mótmælandi skilgreint? Er bara hægt að fella þá alla undir sama hatt? Eru þeir sem eru mótmælendur þá bara á móti öllu eða mega þeir líka bara vera á móti sumu? Var Jón Sigurðsson þá mótmælandi? Vér mótmælum allir!Einn svaraði, ég mótmæli mótmælendum. Hvað gerir það hann þá? Mótmælir hann Jóni forseta? Mótmælir hann þeim sem að hafa aðrar skoðanir en þeir sem búið er að heilaþvo af ríkisstjórninni í sambandi við Kárahnjúka? Mótmælir hann andstæðingum Sellafield og þeim sem mótmæla stríði í heiminum? Mótmælir hann sjálfum sér? Hvað heita þá þeir sem ekki eru mótmælendur? Meðmælendur? Hvernig væri þá að hafa spurningu næstu viku, hvað finnst þér um meðmælendur?

Hver stendur fyrir þessari vitleysu? Heimur versnandi fer...

3 Comments:

At 24. ágúst 2006 kl. 13:49, Anonymous Nafnlaus said...

Kveikjum bara í austfjörðum eins og þeir leggja sig, með og mótmælendur...

 
At 24. ágúst 2006 kl. 13:53, Blogger Picciotta said...

heheh burn motherfucker bara

 
At 25. ágúst 2006 kl. 01:15, Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er þetta á að drepa mig í einum grænum bara sí sona mótmæli bara harðlega þessu bulli Bella ps þú þarna kondu undir nafni

 

Skrifa ummæli

<< Home