eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Vinnan

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Vinnan

Já myndavélin var að sjálfsögðu höfð með niður á Borgarfjörð enda er þetta einn af uppáhaldsstöðunum mínum á landinu. Ég er ekki frá því að álfarnir hafi meira að segja hjálpað mér með GPS tækið sem var búið að vera frosið í 4 tíma áður en ég fór undir álfaborgina og bað þá um að hjálpa mér. Tækið datt í gang og er búið að virka fínt síðan! Áfram Álfar!!!! Ég vil vekja sérstaka athygli á hundinum Brandi sem dó fyrir 56 árum ca, og já fjárhúsunum sem einnig eru grafin með honum, blessuð sé minning þeirra.

Hvert er blómið? Það er oggulítið úr fókus en glöggir eiga að þekkja það samt sem áður...



6 Comments:

At 17. ágúst 2006 kl. 14:09, Anonymous Nafnlaus said...

Ef mér skjátlast ekki þá er þetta dýragrasið góða:)

 
At 17. ágúst 2006 kl. 14:13, Blogger Picciotta said...

Engin spenna í þessum leik hjá mér greinilega!!

 
At 17. ágúst 2006 kl. 14:17, Anonymous Nafnlaus said...

sko það er ek hægt að sjá að það sé blóm á þessari fallegu mynd þinni=)

 
At 17. ágúst 2006 kl. 14:47, Blogger Picciotta said...

heyrðu góða....

 
At 17. ágúst 2006 kl. 17:39, Blogger B said...

Hmm ég er langt frá því að vera glögg á blóm, í örvæntingu renndi ég yfir blómalistann á vef flóru Íslands...en það varð mér ofviða.

ég segi pass.

 
At 17. ágúst 2006 kl. 17:49, Anonymous Nafnlaus said...

Brandur átti heima í Gamla Jörfa og dó úr elli. Faðir hennar Bergrúnar í Landsbankanum átti hann. Brandur sótti alla veiði sem faðir hennar veiddi út í sjó þar sem hann lenti einu sinni í slagsmálum við sel.
Og hafðu það!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home