eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Já var það ekki!!!

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Já var það ekki!!!

Vinsældir George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa aukist um 5% frá því grunaðir hryðjuverkamenn voru handteknir í Bretlandi í síðustu viku. 42% Bandaríkjamanna eru nú sáttir við störf forsetans samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir USA Today en fyrr í þessum mánuði kváðust 37% aðspurðra vera sáttir við frammistöðu hans.

( tekið úr mogganum )

Það skyldi þó vera.... ?

Getur svo einhver útskýrt fyrir mér afhverju lögreglan á Egilsstöðum rannsakar ekki líkamsárásina á Kínverjann á Kárahnjúkum sem tilraun til manndráps?? ( kom fram í morgunfréttum RUV ). Þeir halda sennilega að handrukkararnir þarna hafi bara aðeins ætlað að klappa kínakallinum... Já þetta finnst mér stórmerkilegt í ljósi þess að víkingasveitin er búin að vera þarna uppfrá í allt sumar vegna nokkurra mótmælenda sem engum gera neitt... ... ??!!!!

3 Comments:

At 22. ágúst 2006 kl. 12:36, Anonymous Nafnlaus said...

já og gera ólöglegar húsleitir og svona með víkingasveitinni í tjöldum þeirra. EN gleymum ekki þvi að mótmælendur voru flestir breskir meðan að við erum að ræða um kínverja...

 
At 22. ágúst 2006 kl. 16:37, Anonymous Nafnlaus said...

Það gæti haft einhver áhrif á málið að Alcoa sér lögreglumönnum í umdæminu fyrir menntun þessa dagana. Endar sjálfsagt með því að þeir verði búnir að koma sér upp einka her til að verja hagsmuni sína!!

 
At 23. ágúst 2006 kl. 14:53, Anonymous Nafnlaus said...

Ánægður með þig Birna. Stjórnmálamenn hafa í áratugi stjórnað almúganum með því að halda þeim í stöðugum ótta. Verst hvað hinn almenni Bandaríkjamaður er vitlaus að láta draga sig á asnaeyrunum ár eftir ár.
Kveðja Kristján DTU.

 

Skrifa ummæli

<< Home