Það er víst öllum alveg sama um þetta...
Alcoa sektað fyrir 1.819 brotDómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Alcoa um 645 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa brotið lög um loftmengun 1.819 sinnum á tveggja ára tímabili. Dagblaðið Dallas Morning News greindi frá því í gær að Alcoa hafi gert samning við dómsmálaráðuneytið og umhverfisverndarsamtök árið 2003.
Í honum skuldbatt Alcoa sig til að umbreyta eða endurnýja mengunarvarnarbúnað við kolaorkuver sem knýr álver fyrirtækisins í Texas. Að öðrum kosti átti að loka verinu. Alcoa mun ekki hafa virt samninginn.
Talsmaður Alcoa heldur fram sakleysi fyrirtækisins og hefur verið farið fram á frestun ákvæða samningsins. Sú beiðni verður lögð fyrir dómara í dag.
1 Comments:
Ég er því miður allt of lítið inni í umhverfismálum, en vinkona mín frá Winsconsins USA hefur reynt að snúa mér til hins betra... ÉG er satt best að segja í þvílíku sjokki yfir öllu þessu Kárahnjúkastússi... hef því miður sofið á verðinum og verið löt við að reyna að fatta hvað raunverulega er í gangi!!! Svo kemur þú með þessar fréttir.. Ég held við Íslendingar vitum ekki alveg hvað við höfum verið að kasta okkur út í...
Varðandi Afríku... vóv.. spennandi. Þú hefur greinilega flakkaragenið í þér... :)
Hlakka til að sjá þig þegar ég kem aftur "heim" til DK.. knús Ásta
Skrifa ummæli
<< Home