Ég hef verið klukkuð af henni Bryndísi og því koma hér 5 alls ómerkilegar staðreyndir um mig sjálfa og engann annan
1. Þegar ég var lítil þá lék ég mér úti í klettum með álfum og tröllum og sást ekki nálægt húsum heilu og hálfa dagana, eða þar til að ég pakkaði í fyrsta skipti niður í ferðatösku til að fara í heimavistarskólann og hef ég búið í ferðatösku æ síðan.2. Ég var agalega feimin sem barn og þegar ég horfði í spegil sem krakki þá hugsaði ég með mér hvað ég væri nú með agalega ljótt nef. Með árunum hef ég hins vegar komist að því að í hinum ýmsu heimshornum þykir nefið mitt bara svalt!
3. Ég hef skipt um 5 háskóla á hér um bil jafn mörgum árum og enn ekki komin með BSc gráðu, geri aðrir betur!!
4. Ég get verið alveg ótrúlega löt en sem betur fer þá get ég lika verið alveg afskaplega dugleg og unnið alla letina upp á augabragði.
5. Ég held ég sé klofin persónuleiki þar sem að mér finnst alveg einstaklega gott að vera einni með sjálfri mér en samt sem áður þá finnst mér hvergi skemmtiegra að vera en á mannmörgum stöðum þar sem að mikið er um að vera og allt til alls með mikilli og fjölbreytilegri mannflóru. Já það skyldi aldrei vera.. mér líður líka rosalega vel í miklu frosti og eins þá líður mér mjög vel í 40 stiga hitanum í Sikiley....
svona er það nú, ég klukka Boggu, Rene, Ninu og Þórönnu!!!
1 Comments:
Mér finst þetta ekki ómerkilegar staðreindir, þetta er frábært hjá þér og sínir hvað huldufólkið er merkilekt og tala nú ekki um tröll
Skrifa ummæli
<< Home