eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

mánudagur, september 05, 2005

JÆJA!!! Komst til Köben heilu og höldnu með Lettneska eða Litháenska ( muna að kíkja á landakort við tækifæri og sja hver er munurinn á Lettlandi og Litháen )flugfélaginu Arelia sem flygur beint frá Egilsstöðum og útí óvissuna. MJÖG traustvekjandi flugfélag með Austur Evropskri áhöf sem talar þar af leiðandi aðeins Austur Evropsk tungumál og mjög harða og ógnvekjandi ensku enda afþakkaði ég öll matar og drykkjarboð um borð á nóinu enda fannst mér ég vera stödd í einhverri stórslysaflugvélamynd frá áttunda áratugnum alla leiðina þar sem að ég var í aðalhlutverki og aukaleikararnir skítugir verkamenn frá Káraknjúkum sem töluðu hver sitt hrognamálið. En ég komst alla leið og því ekkert nema gott um það að segja.

Er komin í íbúðina sem ég mun hafa þar til að hin losnar, lítur aldeilis bara ágætlega út nema að klósettið er stíflað og þar fljóta um gamlir kúkar frá fyrri leigjendum, en húsvörðurinn fær víst skilaboð frá Maddömunni i bytið í fyrramalið og mun hann því mjög sennilega vera buinn að losa stifluna þegar ég kem heim ur skolanum a morgun.

Annars for dagurinn bara i labb til að fa aðeins a tilfinninguna hvar madur er staddur. Lyst bara agætlega a þetta fyrir utan að það var frekar ohugnalegt þegar ég fór á pizzustaðinn herna niðri til að kippa með mer pizzu upp í íbuð og þar var einhver Kúrdi að vinna. Ég pantaði það sem ég vildi fá og hann bara já ertu íslendingur!!! Og ég bara öööö já. Hann bara já það heyrist.... hmmmm ég væri ekki frá því að íslendingarnir hérna á gördunum haldi þessum pizzustað uppi, enda hverjir eru heimsins bestir i þvi að kaupa ser skyndiruslmat ef við teljum ekki stóra bróður amaerikanann með??? Jú jú við vitum öll svarið við þeirri spurningu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home