eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

laugardagur, september 10, 2005

Fór í skólann í gær. Hitti þar áfangastjórann og hann var líka svona rífandi hress. Merkti fyrir mig inn á blað hvaða áfanga ég þarf ekki að taka og hvaða áfanga ég þarf að taka og hann er alveg viss um að ég geti bara klárað þetta á einu ári og innritað mig strax inn á masterinn á næsta ári þó svo að ég eigi Bachelor verkefnið jafnvel eftir, sagði að það væri ekkert mál fyrir mig að vinna bara í því með masternum!! Svo brosti hann bara og sagði að kerfið hjá þeim væri mjög flexible og því ætti þetta ekki að verða neitt mál. Ég vona það sko sannarlega og ef þetta verður eins og hann segir þa lítur þetta vel út. Hann meira að segja talaði ítölsku gaurinn hafði búið í Róm í einhvern tíma, sagðist hafa átt ítalska kærustu.

Annars er bara mjög fínt að vera hérna, mikið af flottum búðum og veitingastödum sem gæti orðið vandamal þar sem að krónurnar eru fljótar að gufa upp úr veskinu herna hja manni. Nína var herna í 2 daga og við máluðum natturlega bæinn rauðann eins og okkur einum er lagið, hittum mikið af skrytnu folki og medal annars einn svartan gaur með rasta í hvitum jakkafötum frá Jamaica sem sagðist hafa tekið þátt í Eurovison fyrir hönd Lettlands að mig minnir.... hmmm en allavegana hann bauð okkur í eitthvert VIP party með hljomsveitinni hans annað kvöld en við natturlega forum ekki þar sem að nína for daginn eftir og ég er ekki grúppía...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home