eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Updeit frá Köben

föstudagur, september 16, 2005

Updeit frá Köben

Hópavinna er eitthvað sem ég hef ávallt verið mjög skeptísk á en danir greinilega MJÖG hrifnir af. Auðvitað getur hún verið mjög af því góða ef að þú ert í góðum hóp þar sem að allir hlusta á alla og teknar eru sameiginlega ákvarðanir sem eitthvað vit er í. Hins vegar finnst mér oftast hlutirnir ekki fara á þann veg. Ég var td boðin í hóp á föstudaginn af 2 frökkum. Ég ákvað að segja bara já og fór að vinna í verkefninu með þeim, þar sem að við eigum að búa til skipulagsplan fyrir ýmindað bæjarfélag í sambandi við sorphirslu og förgun og annað sem því tengist. Nú ég kem inn í hópinn og þar er fyrir ein finnsk stelpa og ein dönsk sem ég hef enn ekki hitt því hun virðist mæta eitthvað minna ( sem er ein af ástæðum þess sem hópvinna fer í taugarnar á mér ). Allavegana strax í byrjun þá er ég ekki sammála hinu og þessu sem er verið að gera og læt það í ljós en þá byrjar sú finnska að hálf rífa kjaft og segja að þetta sé miklu betra eins og þetta sé. Ok hvað erum við þá að gera að vinna í hóp ef að hlutirnir eru ekki ræddir málefnalega? Hun hefur greinilega farið fyrir hopnum svolitið hingað til og um leið og ég var ekki sammála þá nennti hun ekkert að tala um það meir. Svona hópavinna finnst mér leiðinlegt því að svo verð ég að fara og byrja að ræða þetta aftur á mánudaginn ef ég ætla að fá eitthvað um það að segja í hvað 40% af lokaeinkunninni minni fer.. því að svo endar það oftast að maður skilar inn einhverju verkefni sem maður er ekkert ánægður með því að ekki nennti maður að vera að rífast við manneskjuna sem öllu vill ráða í hópnum, já svona hætta bara með þessa hópavitleysu núna strax.

Annars tala danir alveg svakalega mikið, ég er alveg orðin sjóveik á kvöldin þegar ég kem heim úr skólanum eftir að hafa hlustað á þá tala allan daginn, bla bla bla, það hafa allir voðalega mikið að segja í hópavinnunum sínum, kjaftar á þeim hver tuska sko. Ætli þeir lendi í sömu vandamálum í hópavinnunni sinni eða ætli það sé bara ég sem er alltaf á skjön við hina? Athyglisverð spurning.. já segið þið mér hvað ykkur finnst, ef að það er tölfræðilega sýnt fram á það að helmingi fleira fólk flokkar ruslið sitt ef að það finnur flokkunarílátin fyrir utan heima hjá sér heldur en ef að þau eru á opnum stöðum eins og hjá súpermörkuðum, finnst ykkur þá ekki meira vit í því að bæjarfélagið eyði aðeins meiri pening í það að fara og ná í ruslið inn í hverfin til fólks? Ég bara spyr, þetta eru hvort sem er skattpeningar fólksins sem hefði þá bara verið eytt í eitthvað annað kannskiekki jafn merkilegt eins og að gefa ruslinu okkar annað líf og þurfa ekki að farga því einhversstaðar? Fyrir utan það að þá er hægt að skera niður bensinkostnað á ruslabílana með því að framleiða metan í endurvinnslustöðvunum og nota HI TECH metanbíla sem menga ekki jibby jejj .... já þetta fannst finnanum ekki gáfulegt, finnar eru líka bara kommúnistar og ættu að vera með einræðisstjórn

3 Comments:

At 18. september 2005 kl. 12:21, Anonymous Nafnlaus said...

Go girl. Láttu ekki helv... kommúnistann vaða yfir þig. Ég stend með þér, (þú getur sagt þeim það).
Kveðja Hilma

 
At 19. september 2005 kl. 10:35, Anonymous Nafnlaus said...

Alveg hjartanlega sammála þér stelpa. Hópavinna getur verið fín en hún getur líka verið alveg hrikaleg sérstaklega ef maður fær ekki að ráða því hvaða fólki maður er með.

Kveðaj frá Nesk

 
At 19. september 2005 kl. 19:49, Blogger Sunna Helgadóttir said...

úff hvað ég skil að þú sért pirruð. Svona hópavinna er aðalega rifrildi eða að einn aðili ráði öllu.
Annars hef ég verið frekar ódugleg að flokka rusl þangað til ég flutti út. Hérna eru nefnilega litlir bláir kassar við hliðina á ruslinu og ég nota þá alltaf. Hins vegar eru kanarnir ekki búnir að læra að flokka batterí frá öðru rusli og það fer hræðilega í taugarnar á mér.

 

Skrifa ummæli

<< Home