KONSULL
Ég er að hugsa um að bjóða mig fram á næstunni sem ítalskur ræðismaður þar sem að kynni mín af honum sem þar situr nú eru alls ekki góð. Hver man ekki eftir því þegar að ég þurfti að fá skólagögnin mín héðan að heiman þýdd og stimpluð og maðurinn hreinlega bara hvarf í marga mánuði og lét hvorki kóng né prest heyra frá sér og upp úr kom svo að hann hafði týnt gögnunum og þetta var ferli sem aldrei ætlaði að ljúka. Alveg ótrúlegur djöfull. Nú ætlaði ég að flýta fyrir ferlinu í þetta skiptið með því að þýða bara allt saman sjálf svo að hann gæti bara stimplað á blöðin fyrir mig og því ætti þetta ekki að taka svo svakalegan tíma. Ég sat á hverju kvöldi eftir vinnu og um hverja helgi þar til að allt var orðið fínt og þýtt svo að hægt væri að senda skjölin í skólann úti. Nei nei það er að verða einn og halfur manuður síðan eg sendi öll gögn suður til hans og ENN lætur hann ekkert frá sér heyra þrátt fyrir þónokkur email sem ég hef sent honum þar sem að stendur að mér liggi eiginlega á þessu. Nú ég læt verða að því að hringja í gaurinn enda farin að hafa áhyggjur af því að hann hefði yfirleitt bara ekkert fengið skjölin í hendurnar. Jújú hann svarar því til að þau liggi bara á borðinu hjá honum og hann hafi ekkert komist í það að stimpla á þau!!!!!!!!!! Er þetta eðlilegt??? Dísös Kræstur segi ég bara........Hvar getur maður kvartað yfir svona hlutum? Arrrghhhh
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home