eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

mánudagur, ágúst 29, 2005

pfff alveg ótrúlegt hvað tölvur geta verið miklir óvinir mínir... buin að vera að burðast fram og til baka með nýju tölvuna sem Náttúrustofan var að kaupa og náði að klúðra öllu því sem að hægt var að klúðra, djöfullinn sjálfur afhverju koma þessar tölvur ekki bara tilbúnar til manns og maður getur bara kveikt á þeim og byrjað að nota þær??? nei það er sko aldrei svoleiðis. Maður þarf yfirleitt helst að fá alla á skrifstofunni með sér í lið, fá nett taugaáfall, hringja í þann sem að seldi manni tölvuna eða fara með hana aftur og láta setja hana upp fyrir sig, til að gera langa sögu stutta þá er ég buin að fara fjórum sinnum niður í Tölvusmiðju í dag, urrrghhh

en já það er samt betra að fara fjórum sinnum í Tölvusmiðjuna en að eiga heima í New Orleans í dag... náttúran eitthvað ekki alveg sátt við Ameríkuna and who can blame her??? Ekki ég. Þetta er einmitt það sem að búið er að spá seinustu árin, aukin gróðurhúsaáhrif tíðari náttúruhamfarir, kemur mér ekki á óvart svosem...

Annars sit ég bara hér uppí vinnu, er að henda inn office pakkanum í tölvuna vona að mér takist ekki að klúðra því líka...væri samt ekki ótrúlegt miðað við aldur og fyrri störf.

Skólinn minn byrjaði í Danmörku í dag. Mér finnst ég smá vera að missa af, en vona að þetta sé eitthvað sem ég get unnið upp, hmm ég á hvort sem er ekki eftir að skilja shit í kennslunni í einhvern tíma, hver skilur Dani þegar þeir tala, ekki ég allavegana, þetta verður án efa gáfulegt, en ég ætti nu að vera komin með reynsluna á að breyta um háskóla, varla búin að gera annað seinustu árin so wish me good luck

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home