eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Jæja það er best að reyna að blogga smá á meðan maður biður eftir skólpinu í ofninum, jújú mikið að gera í vinnunni á fimmtudagskvöldum. Er að reyna að koma þessum mælingum i rett horf áður en ég fer.

Það er alltaf jafn mikið sjokk að koma heim til Íslands frá útlöndum. Maður gerir sér alltaf meiri og meiri grein fyrir þvi að við búum á mörkum hins byggilega heims á norðurhjara veraldar. Mér finnst alltaf meiri viðbrigði að koma heim í kuldann en að fara út í hitann, veit ekki afhverju, held að hitinn og góða veðrið venjist betur. Allavegana, 40 stiga hitamunur er þokkalegt hitastigssjokk, enda er nuna rok og rigning og snjóar í fjöll á Frónni á meðan á suðrænum slóðum þá er sól og blíða og sjósvaml það sem dagarnir bjóða upp á... ja það var gott að komast á ströndina og fá smá sól á kroppinn...

jæja ætla að rífa skólpið úr ofninum og vona að það hafi komið einhverjar gáfulegar niðurstöður og svo ætla ég að berjast í rokinu heim og horfa á seinni hlutann af Pulp fiction, 2 tilraun en mér tekst alltaf að sofna yfir henni.... pfffff

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home