eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Komin heim aftur klakklaust að mestu leyti. Held í hvert skipti sem ég sest upp í flugvél að nú sé þetta mitt síðasta, en hingað til hefur það sloppið til. Öfunda ekkert smá fólk sem er ekki flughrætt.

Byrjuð að vinna aftur. Nú vantar ekki nema cirka 2 vikur í að næsta ævintýri hefjist. Enn skrýtið. Finnst það enn ekki vera raunverulegt að ég sé að fara til Kaupmannahafnar, en DTU nemendaskírteinið sem ég fékk frá skólanum með ömurlegu myndinni sem Jobbi tók minnir mig á það á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa að ég sé raunverulega að fara. Samt alveg ótrúlegt hvernig hann Jobbi í skógum tekst alltaf að taka ömurlegar myndir, óþolandi. Alltaf alveg inni í andlitinu á manni. Svo lætur hann mann alltaf horfa annað hvort upp í loftið eða á hendina á sér sem er einhversstaðar lengst útí rassgati og ef maður kvartar við afhendingu þá er svarið bara " já þú lítur bara svona út "... " það verða 1900 kr takk " arrgh!! Það vantar myndakassa í Egilsstaði, það er alveg öruggt mál!!

Komin í nýtt húsnæði á Neskaupsstaðnum. Rosa fínt, eiginlega bara studíoíbúð og mér finnst bara næstum eins og ég sé heima hjá mér.
Er meira að segja með gufubað og gera aðrir betur! Er samt ekki buin að fatta hvernig á að nota það og hvort ég megi yfirleitt nota það, á eftir að fara betur útí þau mál.

Japaninn var annars bara spakur á meðan mig vantaði í vinnunna og kom mér á óvart að hann vildi við engann tala á meðan fjarvist minni stóð!!! Ég sem að hélt að honum fyndist alveg ómögulegt að tala við mig ... hmm mér til mikillar mæðu þarf ég því að halda áfram í alþjóðlegu samskiptunum sem hófust fyrr í sumar og halda þeim áfram eitthvað fram í september... ALOAH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home