eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: janúar 2006

mánudagur, janúar 30, 2006

Hitt og þetta

Það er gott að vita að samkvæmt nýjustu Gallup könnunum þá heldur 90 prósent Austfirðinga að Alcoa verði góður vinnustaður. Það verður gaman að vita hversu margir aðspurðra eiga eftir að koma inn fyrir dyr Alcoa verksmiðjunnar þegar hún tekur loks til starfa. Þeir hefðu nú frekar átt að kanna hug fólks í Póllandi í garð Alcoa heldur en Fjarðabúa, en það er önnur saga.

Skólinn er byrjaður aftur og rúmlega það. Fyrsti tíminn minn í dag var Sustainable industrial development eða sjálfbær iðnaðarþróun eða eitthvað álíka á hinu ylhýra. Kúrsinn er á dönsku en þrátt fyrir það þá lýtur hann út fyrir að vera mjög áhugaverður, haha! Við eigum eftir að skila inn 5 verkefnum í sambandi við umhverfismál hinna ýmissa iðnaðarfyrirtækja og munum fara í starfsþjálfun í sitthver fyrirtæki þar sem við eigum að þróa einhversskonar sjálfbæra umhverfisstefnu. Mér lýst sko vel á það. Fyrir utan þennan kúrs þá er ég líka í uppáhaldskúrsnum mínum stærðfræðinni ( jukkk ), Umhverfisferlakúrs sem ég veit enn ekki alveg um hvað snýst, og svo þarf ég að skrifa svo sem tvö verkefni, bachelorverkefnið mitt og fagverkefni sem mun mjög sennilega tengjast hinu verkefninu. Fór og talaði við prófessor um daginn og það kom skemmtilega á óvart að það verkefni mun að öllum líkindum taka stað í GRÆNLANDI!! Ég var nokkuð góð því ég hélt að konan væri að tala um Green land as in Green zones, þið vitið, græn svæði... þar sem að verkefnið mitt mun fjalla um Umhverfismat og umhverfismanagement in green zones... en þegar hún sagði að ég myndi svo þurfa að fara til Greenland þá áttaði ég mig á því að hún ætlaði virkilega að senda mig til hinna eskimóanna ( þið munið eftir loðskónum ) í Grænlandi. En meira um það síðar þar sem þetta er ekki enn komið í höfn.

Ég er enn að bíða eftir pakkanum mínum sem átti að koma fyrir mörgum mörgum dögum síðan. Giovanni sendi mér nefnilega pakka fyrir 11 dögum síðan med TNT en hann er ekki enn kominn þrátt fyrir að það hafi verið hringt í mig á fimmtudaginn og ég bedin um að vera heima á milli 9 og 16 til að taka við pakkanum. JUJU það er enginn smá tími, og ég beið samviskusöm heima en enginn kom og enginn hringdi. Þetta er nú farið að líkjast einhverju Ítaliudramma hérna. Nú ég hringdi næsta dag í TNT og kellingin þar eitthvað tense og sagðist ekkert vita um pakkann minn. Þegar ég bar það upp á hana að það væri nú dónaskapur að segja fólki að vera heima heilan dag og koma svo ekki og lata ekki einu sinni vita þá reiddist hun bara og sagdist hafa komið í vinnuna klukkan 7 um morguninn og gæti ekkert gert og ég ætti ekkert að vera að rífast í henni. eg spurdi hana þá hvenær þeir myndu koma með pakkann aftur og hun já, á manudaginn bara... og ég segi já klukkan hvað.... hún svarar já bara á milli 9 og 16!!!! Eruði að djóka í mér???Eg sagdi henni nú bara að hún gæti bedid heima hjá sér á milli 9 og 16, og svo kvöddumst við bara í hvelli. Það allavegana bólar ekkert enn á pakkanum en þeir skulu sko fá að heyra það ef þeir dirfast að hringja aftur og segja mér að vera heima allan daginn að bíða eftir einhverju sem kannski kemur og kannski ekki...

miðvikudagur, janúar 25, 2006

For ut ad labba






hérna í gær á Amager og viti menn.. Fann þessa líka flottu götu, Thingvalla allé og ákvað að labba hana svona upp á þjóðarstoltið. Þegar innar í götuna var komið þá voru þar ýmsar aðrar götur með íslenskum nöfnum eins og til dæmis, Geysir allé, Vatna allé, Breiðablik allé svo eitthvað sé nefnt. Hér koma myndir sem ég tók á símann minn, hann tekur ekkert smá flottar myndir þessi sími!!

JÆJA

þá eru allar einkunnir komnar í hús frá því á seinustu önn og gekk bara allt ágætlega fyrir utan náttúrlega stærðfræðina. 'Eg fæ sem betur fer tækifæri til að bæta þá einkunn núna eftir áramót. Það verður frekar mikið að gera núna á þessari önn. Ég verð í tæpum 50 einingum og ef mér tekst að landa þeim öllum þá klára ég þennan BSc núna í vor, LOKSINS! Það fyndna er bara að ég mun klára hann í verkfræði, ekki líffræði eða umhverfistæknifræði eins og ég ætlaði mér! Ég mun þurfa að gera 2 projekt eins og þeir kalla það danirnir, annað upp á 10 einingar og hitt upp á 15. Ég fer upp í skóla á morgun að tala við hana Birgitte en hún mun mjög sennilega verða leiðbeinandi minn í sambandi við þau, en ég valdi mér að vinna við umhverfismat. Því mun ég vinna með leiðbeinanda í byggingarverkfræðideildinni. Vona að það rætist úr þessu en programmið verður frekar stíft, sérstaklega þar sem ég þarf að reyna að einbeita mér vel að stærðfrædinni ef þetta á að klárast.

Annars snjóar bara og snjóar, vaknaði í morgun og það var bara hundlappadrífa þegar ég opnaði augun!!

Flott að vera eins og Mel Gibson, honum fannst alveg ómögulegt að fara í kirkju með öllum hinum í Malibu þannig að hann lét bara reisa handa sér sér kirkju í garðinum hjá sér fyrir 5,1 milljón dollara. !!!

mánudagur, janúar 23, 2006

það er ekki öll vitleysan eins

Ten Top Trivia Tips about Birna!

laugardagur, janúar 21, 2006

Ætli maður skuldi ekki færslu


Já ég nennti sko ekki út til að taka mynd handa ykkur, heldur smellti bara af hérna út um gluggann! Það er kominn heil mikill snjór hérna í Danaveldi og danir ( eða allavegana höfuðborgarbúar eins og oft vill verða sbr Reykjavíkurbúar ) eru greinilega ekkert of vanir því að það falli svo mikill snjór til jarðar. Kastrupflugvöllur búinn að vera lokaður fyrir flugumferð vegna ísingar, konungafólkið þarf að ferðast með lestum sem þó eru nú ekki lengur á hárfínni áætlun eins og á venjulegum dögum hér í fullkomnu dönsku stundvísinni. Í gær þegar ég fór með flöskurnar í endurvinnsluna í Fakta búðinni þá voru bílar spólandi út um allt og umferðin gekk vægast sagt mjög hægt fyrir sig. Svona er þetta þegar náttúruöflin segja til sín.

Annars er ég komin í frí frá skólanum í heila 10 daga, byrjaði á fimmtudaginn þegar við kláruðum verkefnið okkar. Það er svosem alveg ágætt. Kannski maður skreppi eitthvað í fríinu. Hef ekki enn séð neitt af Danmörku nema Kaupmannahöfn, það hlytur að vera eitthvað áhugavert þarna úti. Þessi vika er búin að vera vægast sagt furðuleg, og stendur mánudagurinn síðasti þar upp úr þegar allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis. Svoleiðis dagar eru skemmtilegir. Ég ætla að segja ykkur frá honum aðeins öllum til mikillar ánægju get ég ímyndað mér.

Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði snemma til að komast á réttum tíma svona til tilbreytingar í skólann. Var ekki fyrr komin upp í metro að okkur var tilkynnt að það væri bilaður vagn á einni stöðinni og það þyrfti að fjarlæga hann. Það tók því 30 mín að komast á milli 3 stöðva og ég orðin sein eins og vanalega. Kem upp í skóla og við byrjum að vinna í hópnum okkar. Eg opna emailið mitt og sé þá email fra einum kennaranum þar sem að segir að ég hafi gleymst í undirbúningi og því séu allir bunir að velja sér verkefni nema ég og byrjaðir á því ( kúrsinn byrjar sko eftir viku ). Frábært ég á því enn eftir að finna mér verkefni, hóp og gera undirbúningsvinnu á meðan hinir eru búnir að því. En jæja sný mer að hópavinnu þessarar viku. Hinir tveir sem voru með mér i hóp þurfa að fara á fund og komu ekki aftur fyrr en 2 tímum síðar og aðrir 2 tímar fóru í það að ræða spurningarnar og hversu mikill tími fari í það að gera þær... án þess að gera neitt í því að svara þeim. Ég ákveð að fara heim og hálf sofna í metró á leiðinni heim. Hrekk upp við það að 2 metra kvenvörður bankar í öxlina á mér og biður um miðann. Ég sýni henni hann enda búin að stimpla og hélt ég væri í góðu lagi..... nema nei, ég hafði greinilega eitthvað misskilið það og var búin að ferðast einu svæði of mikið. Henni er alveg sama þó ég reyni að útskýra fyrir henni á bjagaðri dönsku að ég hafi nu greinilega ekki alveg skilið þetta rétt og sektar mig um heilar 600 danskar krónur sem mér finnst nú frekar ómannúðlegt fyrir 1 svæði. Eg hleyp í bankann til að fá launin mín útborguð fyrir tilraunina en þá hafa þau ekki verið sett inn á reikninginn minn heldur inn í den jyske bank í Silkeborg. Ég fer og leita að Jyske bank og spyr einn pulsukallinn og hann segir mér að jyske bank sé á Jótlandi. Ég hlæ nú aðeins að því þó mér finnist hann ekkert fyndinn. Finn loks bankann og þar segja þær mér að ég þurfi samt sem áður að fara í bankann minn. N'U!!!! Ég fer í Nordea bankann og þar voru 30 manns á undan mér í röðinni. Orðin vön því frá Ítalíunni. Loks kemur að mér og þá getur hun ekki borgað peninginn út, heldur þarf maður að bíða í 3 daga eftir að þeir millifæri þá. Já Jótland er skooooo langt í burtu! Ég fór út í búð með allar dósirnar mínar og flöskur og keypti appelsinur og kex pakka sem ætlunin er að hamstra þar til að peningarnir verði lagðir inn enn þeir eru sko ekki enn komnir!! Eins gott að það sé vel borgað í framtíðinni að vera verkfræðingur... ég segi sko ekki annað

Já mánudagar eru ekki góðir dagar.

föstudagur, janúar 13, 2006

60199170

OK!!! Komin med nýtt símanúmer gott fólk!!! Vinsamlegast að skrifa hjá sér eða stimpla beint inn í gms inn TRES NITTEN EN OG HALVFEMS HALVFJERS!!!!! Þar hafiði það. Komin með nýtt og betra númer fyrir nýjan og betri síma. Ójá!!!

Ætla að liggja í rúminu það sem eftir er dags og glápa á Desperate housewives. Er gjörsamlega orðin háð þessum þáttum. Skilaði skýrslu inn í dag og þarf því ekkert að læra um helgina. Frí Frí Frí og annað kvöld þá er mér boðið í mat í nýja hús risadvergsins og stærðfræðikennarans mannsins hennar. Já það verður sko gaman.. en þar til næst over and out!

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Svartir skor

eg keypti mer svarta lodsko um daginn sem eru alveg bunir ad bjarga mer i kuldanum sem er buinn ad vera herna undanfarna daga. Thad eru nu samt ekki nema 2 gradur uti en thad mætti halda ad thad væru -15!! Fjandans raki.. en aftur ad skonum. Eg lit ut eins og eskimoi i thessum sko, sem er natturlega ekkert nema gott um ad segja, thar sem ad their eru alveg kaflodnir bædi ad utan og innan, en thad fyndna er ad eg er buin ad vera stoppud 3 sinnum uti a gøtu af folki sem er ad dast af thessum blessudu stigvelum, en thad er sko ekki thad fyndnasta heldur ... thad ad allir sem hafa stoppad mig eru kolsvarti afriskir innflytjendur... vill einhver tja sig um thad???

Annars er eg bara upp i skola i stigvelunum minum ad sjalfsogdu, ad drepast ur hita inni a bokasafni.. erum ad vinna hopvinnu eins og fyrri daginn. Erum ad reyna ad bjarga heiminum med thvi ad læra ad bora holur i Afriku. Mjøg raunsæislegt allt saman. Eg held nu ad flestir sem hafi ahuga a ad bora holu takist thad an thess ad læra thad serstaklega i haskola. Held ad thad ætti frekar ad kenna okkur hvernig a ad taka a raunverulegum vandamalum sem ad hvitur verkfrædingur nyskridinn upp ur haskolabokunum mun standa frammi fyrir ef hann ætlar virkilega til Afriku ad bora holu. Held ad raunveruleg vandamal afrikubua seu ekki thau ad their kunni ekki ad bora holur heldur seu vandamalin mun politiskari og floknari en thad. En thad er audveldara ad kenna okkur bara ad bora holu i stadinn. Hitt er of flokid og engin tiltækileg lausn i sjonmali, thannig ad eg tek bara thatt i leiknum og thyklist vera ad gera godverk fyrir afrikubua med thvi ad læra ad bora holu og vona ad thad komi hreint vatn upp ur henni...

laugardagur, janúar 07, 2006

EHEMMM

TARANTINO FALLS IN LOVE WITH ICELAND AT NEW YEAR


Film-maker QUENTIN TARANTINO is vowing to spend every New Year's Eve in Iceland after enjoying a boozy night with a bar full of "supermodels".
The KILL BILL director is a longtime fan of Iceland and when friends invited him to see in 2006 there, he jumped at the chance.
He says, "I almost can't imagine New Year's anywhere else after that because Icelanders, they go and they drink like crazy any old way, but, on New Year's they lose their minds - in particular the women lose their minds and like drink like crazy.
"We were in this club full of all these drunken girls and this one girl is like, 'Oh man, I'm so embarrassed about Icelandic women - they always go out and they always drink way too much and make complete fools out of themselves.
"The moment after she said that a drunken girl walks by and does a face plant, 'Bam!' right in front of us.
"I'm in a room full of supermodels who were drunk out of their mind standing on a table, (going) 'Let's get the party started.' I'm like, 'Where have I been all my life.'
"In America, the idea is to get the girls drunk enough to go home with you, in Iceland it's to get the girls home with you before they get so drunk that they're passing out in your bathroom or vomiting all over you."

föstudagur, janúar 06, 2006

ÚTSÖLUR ÚTSÖLUR, UTSÖLURNAR ERU BYRJAÐAR!!! VÍHÍÍÍÍ

miðvikudagur, janúar 04, 2006

H'opavinna

enn einu sinni ad vinna i h'op. Er i thriggja vikna kurs sem heitir Environmental engegnering in developing countries. Eg er i hop med 2 donum og stelpu fra Belgiu. Gæti verid athyglisverdur kurs ef thad væri ekki hopavinna hvern einasta dag fra klukkan 13 til 17. Mer finnst thad fullmikid af hinu goda. Stundum byrjum vid meira ad segja fyrr eins og i dag en tha hafdi kennarinn barasta ekkert meira ad segja klukkan 10.30 og tha vorum vid bara drifin i hopavinnu. Vid klarudum eiginlega hopavinnunna fyrir daginn i dag, i gær thannig ad nuna erum vid bara ad reyna ad gera thad sem vid eigum ad gera a morgun en thetta er eitthad vodalega omarkvisst allt saman finnst mer. Danirnir eru uppteknir af thvi ad hugsa og tala um hvernig eigi ad gera hlutina en eg vil helst bara klara thetta af. Gaman gaman! Thad er samt kul ad a eftir tha bjoda kennarnir okkur i bjor og pitsu, thad er svolitid um thetta herna ad kennarar bjodi bara nemendunum hitt og thetta sem mer finnst svolitid snidugt. Sæi thad fyrir mer a Italiu thar sem madur ma ekki einu sinni tala vid kennarana i annari personu hvad tha ad their myndu nokkru sinni bjoda manni nokkud, en svona er thetta nu skrytinn heimur!!

En nu er eg farin ad spekulera med donunum

mánudagur, janúar 02, 2006

Operan i Prag



Komnar nyjar myndir i albumid herna vid hlidina!!!

Nuove foto sul MY LIFE!!!

sunnudagur, janúar 01, 2006

Lestarstodin i Prag

Sit a lestarstodinni i Prag ad bida eftir ad klukkan verdi 17.30 en tha fer lestin min til Berlinar thar sem eg skipti svo og held afram til Koben. 15 tima lestarferd en thad er allt betra en ad thurfa ad taka enn eina flugvelina, svona er madur nu skritinn, athugud ekki er haegt ad skrifa upsilon a thessu liklabordi thannig ad thad er einfalt i i ollu sem eg skrifa...... er buin ad sitja i 3 tima herna a lestarstodinni innan um tekkneska rona og thiska ferdamenn ad drepast ur kulda thegar eg fattadi ad thad er upphitad internet herbergi herna thannig ad eg smeigdi mer hingad inn og aetla ad vera her eins lengi og eg mogulega get, eda thar til eg a ekki fleiri tekkneskar kronur til ad borga internet timann med. Annars er thetta bara buid ad vera alveg agaett her i kommunistalandi. Forum i operuna i gaer og thad var sko gaman, a sko eftir ad setja inn mindir af thvi vid firsta taekifaeri. Svo beint eftir operuna tha forum vid a einhver pobb og fengum 6 diska maltid sem var bara alveg agaet og firir 1000 tekkneskar kronur tha matti madur borda eins mikid og drekka eins mikid og madur mogulega gat... thad eru um 2500 islenskar kronur cirka about... vid stodum okkur nu ekki vel i thvi og drukkum bara eina lettvinsflosku saman en svo gafu their okkur eina freidivin sem vid tokum bara med okkur ut til ad opna a midnaetti...

Oll ferdin var nu svolitid eins og ad vera downtown milano thar sem ad thridja hver manneskja i borginni var itali, alveg otrulegt... their geta omogulega tollad heima hja ser thessir italir. Madur thekkti tha nu alveg ur folksfjoldanum thar sem ad their hofdu komid med risa trefla med ser og vafid tha vandlega i kringum allan hausinn a ser, aepandi oooo hvad thad er kalt a hvorn annann....

En jaeja oska ollum bara gledilegs nis ars og eg verd komin til kaupmannahafnar i firramalid um á leitid...passar ad hoppa bara beint uppi skola thar sem ad timarnir birja a morgun..

adios