eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Hitt og þetta

mánudagur, janúar 30, 2006

Hitt og þetta

Það er gott að vita að samkvæmt nýjustu Gallup könnunum þá heldur 90 prósent Austfirðinga að Alcoa verði góður vinnustaður. Það verður gaman að vita hversu margir aðspurðra eiga eftir að koma inn fyrir dyr Alcoa verksmiðjunnar þegar hún tekur loks til starfa. Þeir hefðu nú frekar átt að kanna hug fólks í Póllandi í garð Alcoa heldur en Fjarðabúa, en það er önnur saga.

Skólinn er byrjaður aftur og rúmlega það. Fyrsti tíminn minn í dag var Sustainable industrial development eða sjálfbær iðnaðarþróun eða eitthvað álíka á hinu ylhýra. Kúrsinn er á dönsku en þrátt fyrir það þá lýtur hann út fyrir að vera mjög áhugaverður, haha! Við eigum eftir að skila inn 5 verkefnum í sambandi við umhverfismál hinna ýmissa iðnaðarfyrirtækja og munum fara í starfsþjálfun í sitthver fyrirtæki þar sem við eigum að þróa einhversskonar sjálfbæra umhverfisstefnu. Mér lýst sko vel á það. Fyrir utan þennan kúrs þá er ég líka í uppáhaldskúrsnum mínum stærðfræðinni ( jukkk ), Umhverfisferlakúrs sem ég veit enn ekki alveg um hvað snýst, og svo þarf ég að skrifa svo sem tvö verkefni, bachelorverkefnið mitt og fagverkefni sem mun mjög sennilega tengjast hinu verkefninu. Fór og talaði við prófessor um daginn og það kom skemmtilega á óvart að það verkefni mun að öllum líkindum taka stað í GRÆNLANDI!! Ég var nokkuð góð því ég hélt að konan væri að tala um Green land as in Green zones, þið vitið, græn svæði... þar sem að verkefnið mitt mun fjalla um Umhverfismat og umhverfismanagement in green zones... en þegar hún sagði að ég myndi svo þurfa að fara til Greenland þá áttaði ég mig á því að hún ætlaði virkilega að senda mig til hinna eskimóanna ( þið munið eftir loðskónum ) í Grænlandi. En meira um það síðar þar sem þetta er ekki enn komið í höfn.

Ég er enn að bíða eftir pakkanum mínum sem átti að koma fyrir mörgum mörgum dögum síðan. Giovanni sendi mér nefnilega pakka fyrir 11 dögum síðan med TNT en hann er ekki enn kominn þrátt fyrir að það hafi verið hringt í mig á fimmtudaginn og ég bedin um að vera heima á milli 9 og 16 til að taka við pakkanum. JUJU það er enginn smá tími, og ég beið samviskusöm heima en enginn kom og enginn hringdi. Þetta er nú farið að líkjast einhverju Ítaliudramma hérna. Nú ég hringdi næsta dag í TNT og kellingin þar eitthvað tense og sagðist ekkert vita um pakkann minn. Þegar ég bar það upp á hana að það væri nú dónaskapur að segja fólki að vera heima heilan dag og koma svo ekki og lata ekki einu sinni vita þá reiddist hun bara og sagdist hafa komið í vinnuna klukkan 7 um morguninn og gæti ekkert gert og ég ætti ekkert að vera að rífast í henni. eg spurdi hana þá hvenær þeir myndu koma með pakkann aftur og hun já, á manudaginn bara... og ég segi já klukkan hvað.... hún svarar já bara á milli 9 og 16!!!! Eruði að djóka í mér???Eg sagdi henni nú bara að hún gæti bedid heima hjá sér á milli 9 og 16, og svo kvöddumst við bara í hvelli. Það allavegana bólar ekkert enn á pakkanum en þeir skulu sko fá að heyra það ef þeir dirfast að hringja aftur og segja mér að vera heima allan daginn að bíða eftir einhverju sem kannski kemur og kannski ekki...

7 Comments:

At 1. febrúar 2006 kl. 13:12, Anonymous Nafnlaus said...

haha já láttu þessa Dani heyra það;)

 
At 1. febrúar 2006 kl. 16:49, Blogger Thoranna said...

Hehe, Pakka Birna!
Hvað beiðstu aftur lengi eftir pakkanum frá mömmu þinni þarna um árið? Ég er að fara að horfa á leikinn hér á kaffihúsinu á bif, Ísland-Króatía, rosa stemmari!

 
At 2. febrúar 2006 kl. 19:06, Blogger B said...

Þú og pósturinn anywhere eigið greinlega ekki samleið!

Ættir að koma þér upp beeb-systemi, allir pakkar sem þú átt að fá ættu að innihalda radarmerki eða pípara sem þú ein getur stjórnað og fundið! Er þetta hugmynd til að græða á?

 
At 9. október 2006 kl. 00:32, Anonymous Nafnlaus said...

REMODELING

fiber cement siding Tips for building or remodeling your dream home.

 
At 2. apríl 2013 kl. 07:26, Anonymous Nafnlaus said...

Hey Theгe. I founԁ уour blοg usіng msn.
Thіs is а verу well wrіtten article.
I ωill be sure tο boоkmark it and return tο read morе
οf yоur uѕеful informаtion.

Τhanks fοг the ρost. I ωill dеfinіtely гeturn.


Also visіt my weblog; www.page1rankingdallas.com

 
At 11. apríl 2013 kl. 22:55, Anonymous Nafnlaus said...

Very enеrgеtіc aгticlе,
I lovеd that bit. Wіll there be a part 2?


Mу blоg ρoѕt; rent a home in plano

 
At 16. apríl 2013 kl. 12:55, Anonymous Nafnlaus said...

When І initiаlly commеnted I clіcked the "Notify me when new comments are added" checkbox and now each time a сommеnt iѕ addеd
I get several e-mails with thе ѕame comment. ӏs
therе any waу you can remονe me from that sеrvіce?
Τhanks!

Also νisit mу ωeb-site ftworthseocompany1.com

 

Skrifa ummæli

<< Home