JÆJA
þá eru allar einkunnir komnar í hús frá því á seinustu önn og gekk bara allt ágætlega fyrir utan náttúrlega stærðfræðina. 'Eg fæ sem betur fer tækifæri til að bæta þá einkunn núna eftir áramót. Það verður frekar mikið að gera núna á þessari önn. Ég verð í tæpum 50 einingum og ef mér tekst að landa þeim öllum þá klára ég þennan BSc núna í vor, LOKSINS! Það fyndna er bara að ég mun klára hann í verkfræði, ekki líffræði eða umhverfistæknifræði eins og ég ætlaði mér! Ég mun þurfa að gera 2 projekt eins og þeir kalla það danirnir, annað upp á 10 einingar og hitt upp á 15. Ég fer upp í skóla á morgun að tala við hana Birgitte en hún mun mjög sennilega verða leiðbeinandi minn í sambandi við þau, en ég valdi mér að vinna við umhverfismat. Því mun ég vinna með leiðbeinanda í byggingarverkfræðideildinni. Vona að það rætist úr þessu en programmið verður frekar stíft, sérstaklega þar sem ég þarf að reyna að einbeita mér vel að stærðfrædinni ef þetta á að klárast.Annars snjóar bara og snjóar, vaknaði í morgun og það var bara hundlappadrífa þegar ég opnaði augun!!
Flott að vera eins og Mel Gibson, honum fannst alveg ómögulegt að fara í kirkju með öllum hinum í Malibu þannig að hann lét bara reisa handa sér sér kirkju í garðinum hjá sér fyrir 5,1 milljón dollara. !!!
2 Comments:
Flott hjá þér Birna mín;) Sé þig alveg fyrir mér í þessu jobbi svona umhverfisvæn og flott hehe
Til hamingju Birna mín, enn er tími að hefjast handa hækka seglin, og vinda upp á ný Mamma
Skrifa ummæli
<< Home