Ætli maður skuldi ekki færslu
Já ég nennti sko ekki út til að taka mynd handa ykkur, heldur smellti bara af hérna út um gluggann! Það er kominn heil mikill snjór hérna í Danaveldi og danir ( eða allavegana höfuðborgarbúar eins og oft vill verða sbr Reykjavíkurbúar ) eru greinilega ekkert of vanir því að það falli svo mikill snjór til jarðar. Kastrupflugvöllur búinn að vera lokaður fyrir flugumferð vegna ísingar, konungafólkið þarf að ferðast með lestum sem þó eru nú ekki lengur á hárfínni áætlun eins og á venjulegum dögum hér í fullkomnu dönsku stundvísinni. Í gær þegar ég fór með flöskurnar í endurvinnsluna í Fakta búðinni þá voru bílar spólandi út um allt og umferðin gekk vægast sagt mjög hægt fyrir sig. Svona er þetta þegar náttúruöflin segja til sín.
Annars er ég komin í frí frá skólanum í heila 10 daga, byrjaði á fimmtudaginn þegar við kláruðum verkefnið okkar. Það er svosem alveg ágætt. Kannski maður skreppi eitthvað í fríinu. Hef ekki enn séð neitt af Danmörku nema Kaupmannahöfn, það hlytur að vera eitthvað áhugavert þarna úti. Þessi vika er búin að vera vægast sagt furðuleg, og stendur mánudagurinn síðasti þar upp úr þegar allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis. Svoleiðis dagar eru skemmtilegir. Ég ætla að segja ykkur frá honum aðeins öllum til mikillar ánægju get ég ímyndað mér.
Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði snemma til að komast á réttum tíma svona til tilbreytingar í skólann. Var ekki fyrr komin upp í metro að okkur var tilkynnt að það væri bilaður vagn á einni stöðinni og það þyrfti að fjarlæga hann. Það tók því 30 mín að komast á milli 3 stöðva og ég orðin sein eins og vanalega. Kem upp í skóla og við byrjum að vinna í hópnum okkar. Eg opna emailið mitt og sé þá email fra einum kennaranum þar sem að segir að ég hafi gleymst í undirbúningi og því séu allir bunir að velja sér verkefni nema ég og byrjaðir á því ( kúrsinn byrjar sko eftir viku ). Frábært ég á því enn eftir að finna mér verkefni, hóp og gera undirbúningsvinnu á meðan hinir eru búnir að því. En jæja sný mer að hópavinnu þessarar viku. Hinir tveir sem voru með mér i hóp þurfa að fara á fund og komu ekki aftur fyrr en 2 tímum síðar og aðrir 2 tímar fóru í það að ræða spurningarnar og hversu mikill tími fari í það að gera þær... án þess að gera neitt í því að svara þeim. Ég ákveð að fara heim og hálf sofna í metró á leiðinni heim. Hrekk upp við það að 2 metra kvenvörður bankar í öxlina á mér og biður um miðann. Ég sýni henni hann enda búin að stimpla og hélt ég væri í góðu lagi..... nema nei, ég hafði greinilega eitthvað misskilið það og var búin að ferðast einu svæði of mikið. Henni er alveg sama þó ég reyni að útskýra fyrir henni á bjagaðri dönsku að ég hafi nu greinilega ekki alveg skilið þetta rétt og sektar mig um heilar 600 danskar krónur sem mér finnst nú frekar ómannúðlegt fyrir 1 svæði. Eg hleyp í bankann til að fá launin mín útborguð fyrir tilraunina en þá hafa þau ekki verið sett inn á reikninginn minn heldur inn í den jyske bank í Silkeborg. Ég fer og leita að Jyske bank og spyr einn pulsukallinn og hann segir mér að jyske bank sé á Jótlandi. Ég hlæ nú aðeins að því þó mér finnist hann ekkert fyndinn. Finn loks bankann og þar segja þær mér að ég þurfi samt sem áður að fara í bankann minn. N'U!!!! Ég fer í Nordea bankann og þar voru 30 manns á undan mér í röðinni. Orðin vön því frá Ítalíunni. Loks kemur að mér og þá getur hun ekki borgað peninginn út, heldur þarf maður að bíða í 3 daga eftir að þeir millifæri þá. Já Jótland er skooooo langt í burtu! Ég fór út í búð með allar dósirnar mínar og flöskur og keypti appelsinur og kex pakka sem ætlunin er að hamstra þar til að peningarnir verði lagðir inn enn þeir eru sko ekki enn komnir!! Eins gott að það sé vel borgað í framtíðinni að vera verkfræðingur... ég segi sko ekki annað
Já mánudagar eru ekki góðir dagar.
2 Comments:
Líka villast og trillast lærðar konur alltaf jafn óheppin eða fall er farar heill vonum það. Njóttu lífsins árin líða
;) þú ert svo mikill lúser!!! hahaha...
Skrifa ummæli
<< Home