For ut ad labba
hérna í gær á Amager og viti menn.. Fann þessa líka flottu götu, Thingvalla allé og ákvað að labba hana svona upp á þjóðarstoltið. Þegar innar í götuna var komið þá voru þar ýmsar aðrar götur með íslenskum nöfnum eins og til dæmis, Geysir allé, Vatna allé, Breiðablik allé svo eitthvað sé nefnt. Hér koma myndir sem ég tók á símann minn, hann tekur ekkert smá flottar myndir þessi sími!!
9 Comments:
úúúúú... keppnis... íslenskunöfnin bara að meika það í DK=)
Vá hvað ég væri til í loðskó og danskan bjór.. Reykjavík city að drepa mig.... held að ég fari bara að kynna mér guðfræðinámið þarna í kóngsins! Margrét Dögg
jebb það er sko margt íslenskt hérna í Köben, það vantar ekki..
Það er örugglega ekki slæmt að læra að verða prestur í Danmörku :)
Í loðskónum með derhúfu í kuldanum Mamma
Jæja Birna mín.
Var að lesa nokkrar færslur, jájá óheppnin hún fer ekkert, átti svosem ekki von á því!! En bíddu bíddu, er ég að missa af einhverju? VERKFRÆÐI? Samkvæmt mínum reikningum er verkfræði ekki svo lík líffræði eða umhverfistæknifræði? Ég er eiginlega bara allveg í sjokki!
hehe jajajajaj verkfrædi
Hún er öllu skrautlegri en túnuxinn. Kjörbýli hennar er graslendi, en hún finnst einnig í trjágróðri og í ymsum öðrum gróðri þar sem blaðlúsa er að finna enda lifir hún á blaðlúsum. Hér eru aðeins tvær tegundir. hvað er þetta?
gefstu upp
jæja Birna mín sé að þú gast þetta ekki þetta er Maríubjalla
Skrifa ummæli
<< Home