eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: nóvember 2005

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

hvað það er langt síðan að það hefur verið skrifað hér! Heilir tiu dagar, eða jafnlengi og nettengingin mín hefur legið niðri. Það voru einhverjir 15 vírusar, einn trójuhestur og einn spyware í tölvunni hjá mér, ekki nema von að hún hafi verið orðin slöpp greyið. En nú er pakistaninn vinur minn hérna niðri búinn að gera við hana og hún er bara eins og ný!!! Grunar samt að ég hafi smitast af öllum vírusunum sem voru í umferð því að ég vaknaði fjandi slöpp í morgun með hálsbólgu hausverk og kvef.

Annars var helgin með lengra móti þar sem að mamma verkfræðingur var hérna á ferðinni. Fór á jólahlaðborð í tívoli með því góða fólki á fimmtudeginum og var bara mjög gaman þrátt fyrir að það væri mjög kalt. Við drukkum því bara mun meir til að halda á okkur hita, en það kunna nú íslendingar manna best. Svo var djammað í bænum langt fram á nótt og eins og gerist og gengur þá voru sumir að lengur en aðrir hemmm nefnum engin nöfn.... Þetta varð til þess að mer fannst alla helgina að ég væri einum degi á undan þar sem að maður er nu ekki vanur að vera svona seinn á ferðinni heim á virkum dögum...

Svo var það bara Sverige beibí í þynnkunni á föstudeginum, alveg hægt að missa sig í búðunum þar sko... ég fékk nýjan kjól og ný stígvél frá henni mömmu, já alltaf gaman að fá hana í heimsókn sko!!!

En jæja það fer að styttast í próf og ótal verkefnaskil. Ruslaáfanginn er kominn hálfa leið í höfn og ekkert nema gott um það að segjja... stærðfræðin hins vegar ekki alveg jafn hress en nú verður það bara harkan sex og lagst í að reikna og reikna fram að prófi þann 8 des!!! Já takk heillaóskir eru vel liðnar og þakkaðar fyrirfram með þökkum!! Hugsið til mín gott fólk... ég á eftir að þurfa á því að halda...

Farin í sturtu og svo að sofa, sofa sofa sofa vírusana úr sér... er það ekki þjóðráð? Hefði nu haldið það

laugardagur, nóvember 19, 2005

Ølklúbbur

Já það er óhætt að segja að ég sé farin að taka virkan þátt í félagslífinu í DTU þar sem að ég er orðinn meðlimur í ölklúbb á föstudagseftirmiðdögum. Það gerðist eiginlega alveg óvart um daginn þegar ég þáði bjór í eftirmiðdagstíma og nú verður ekki aftur snúið. Verð nú samt að viðurkenna það að það er miklu skemmtilegra að vinna hópavinnu og drekka bjór, en að vinna hópavinnu og drekka engan bjór. Þannig að eftir nokkra öllara í tímanum í dag þá leggst það á mig að koma með bjór í tíma næsta föstudag ( hélt ég ætti aldrei eftir að geta sagt þessa setningu ) en jú ÉG MÆTI MEÐ NOKKRAR KIPPUR Á FÖSTUDAGINN NÆSTA Í SKÓLANN....

Annars er orðið skítkalt hérna og ég á ekki mikid af vetrarfötum þannig að maður reynir bara að fara í öll sumarfötin sín... já svona er þetta.

Já og ég lét gamlan draum rætast í gær og skrapp í krulluaðgerð... þannig að nú er ég komin með krullað hár, eða aðallega mikið hár þar sem að það krullaðist nú ekkert sérstaklega mikið heldur breiddi bara úr sér. Hér eftir þá mun ég heita Curly Burny af því að það er svo svalt...

Annars er voðalega lítið að frétta. Maður er alltaf að vinna einhverja hópavinnu endalaust, og það er sko alveg nóg að gera. Þar á milli er ég svo að hjálpa Giovanni í vinnunni hans að reyna að skipuleggja aðeins þessar upplysingar sem hann hefur um sjúklingana og lyfin sem þeir fá, fékk einhver ósköp í hendurnar og eitthvað það óskipulegasta línurit sem ég hef á ævinni séð enda höfdu þeir hrúgað inn á eitt graf einhverjum mörgum þusund sjuklingum og lyfjum þannig að þetta var svona eins og flækt jójóband þegar ég sá það fyrst. En nú er sem betur fer búið að greiða úr því og mafíosarnir geta andað léttar þegar þeir fara yfir bókhaldið sitt...

Curly Burny biður að heilsa, yfir og út

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

OG

THAD SNJOADI I DANMORKU I NOTT...allt hvitt i morgun bara en reyndar eitthvad minna nuna.. en fyrsti snjorinn er allavegana mættur a svædid!!! Er upp i skola ad gera heimaverkefni i stærdfrædi, wish me luck!!

mánudagur, nóvember 14, 2005

KITL

Eg er alveg orðin húkked eins og maður segir á norska " viltu verða milljónamæringur "..það er líka miklu skemmtilegra að horfa bæði á norska og sænska sjónvarpið því ég skil það miklu frekar en það danska!!
Annars er það helst í fréttum að ég var í tilrauninni í dag og það er búið að slá því á fast að ég er með einhverja mjög óvenjulega parametra í blóðinu þar sem að það er tvisvar sinnum hærra gildi hjá mér en hjá eðlilegri manneskju.... jáhá... annars tekur það mjög á taugarnar að vera lokaður 7 tíma inn í herbergi með 8 manns þar sem að tvær af þeim eru pólskar og tala stanslaust frá klukkan 9 til klukkan 4... ég er búin að læra þó nokkur orð í pólsku án þess að hafa sérstaklega sóst eftir þvi...hvað er annars hægt að tala um stanslaust í 7 tíma?? Ég skildi eftirtalin orð; vodki, koniak, tequila, jagermeister og gin og tonik.. meiri fyllibytturnar þara í Póllandi

En ég hef verið kitluð og ég segi bara eins og Bryndís, hvað kemur eiginlega næst??!!!

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en dagar mínir verða taldir:

-Heimsækja allar heimsálfur sem byrja á A
-Læra að þekkja muninn á Litháen og Lettlandi og Lithaen og öllum þessum fyrrverandi Júgóslaviu löndum
-Klára þetta blessaða nám ( good luck thank you very much )
-Eignast hús bæði á Íslandi og á Ítaliu
-Eignast einhver slatta af erfingjum
-Taka einn dag í unlimitied shopping og dekur í flottustu verslunargötunni í Róm með nokkrum af bestu vinkonum mínum og nátturlega Visa vini minum
-Fara til sálfræðings ( langar svo að prófa það )

7 hlutir sem ég get

-Ég get aðlagað mig að hér um bil hvaða aðstæðum sem er
-Ég get talað ítölsku betur en ensku og næstum betur en íslensku
-Ég get þekkt úr mafíosa og fjölskyldur þeirra úti á götu
-Ég get horft á Friends aftur og aftur og aftur
-Ég get verið alveg svakalega þrjósk og dugleg að snúa hlutunum mér í hag
-Ég get búið til fullt af framandi matarréttum
-Ég get snert á mér nefið með tungunni

7 hlutir sem ég get ekki

-Ég get ekki sagt þrír á dönsku
-Ég get ekki borðað ólífur
-Ég get ekki drukkið jólaglögg
-Ég get ekki verið vond við dýr
-Ég get ekki skilið af hverju Bush er forseti Bandarikjanna
-Ég get ekki skilið illsku þessa heims
-Ég get ekki skilið afhverju fólk eins og Paris Hilton er svona óendanlega ríkt

7 hlutir sem ég sé núna

-svarta náttkjólinn minn í hrúgu á gólfinu
-risastóra sjónvarpið sem hún Agnes druslaði hingað til mín
-dansk íslenska orðabók
-ónotuðu fínu bjórglösin sem ég keypti þegar ég flutti inn
-baststólinn hennar Selju
-Ikea lampann minn
-Kleifarvatnsbokina

7 frægir sem heilla

-Josh Lucas
-Viggo Mortensen
-Robbie Williams ( ekki spyrja mig afhverju )
-Cameron Diaz
-Oprah Winfrey ( dises er það skrifað svona )
-Vigga Finnboga
-Fiorello

vá hvað þetta er buið að taka langan tima, best að publisha áður en þetta dettur allt saman ut

laugardagur, nóvember 12, 2005

Var ad læra

stærðfræði sem er svo sem ekki frásögufærandi nema að allt í einu laust Emiliönu Torrini niður í hausinn á mér!!! Þá mundi ég eftir disknum hennar sem ég keypti i fyrrasumar og þar með eftir loforði sem ég gaf einhverjum um að gefa hinum sama diskinn því mér finnst hann svo leiðinlegur.... spurningin er þessi... kannast einhver við þetta því ég get alls ekki munað hverjum ég gaf diskinn og þar af leiðandi hvort að diskurinn hafi einhvern tímann komist í þeirrar manneskju hendur... ja herna talandi um að vera með alzheimer light sko

en allavegana ef þú knnast við þessa gjöf frá mér og ert ekki enn buin að fa hana, láttu mig þá vita því að diskurinn er sennilegast uti á Ítaliu þá... ég kippi honum þá með um jólin.
Overandout

föstudagur, nóvember 11, 2005

Danir

eru alveg faranlega horadir.. allir ad lidast i sundur ur hor, beinaberir og med utanaliggjandi ædar... their eru nefnilega svo niskir ad their borda bara rugbraud og gulrætur allan daginn... okkur islendingunum finnst frekar fyndid ad fylgjast med theim thegar their byrja ad draga gulrætur og agurkur upp ur matarboxunum i timum..

Annars var eg uppi a ruslarhaugum i gær. Thad var nu agætis skemmtun tho eg hafi nu einhvern timann sed rusl adur. kannski hef eg tho aldrei sed svona vel skipulegt rusl adur. Thadan sem eg kem tha var ollu rusli bara hent i eina stora holu og svo annad hvort kveikt i eda mokad yfir... eg hugsa til hryllings til thess nuna thegar ad madur er buinn ad læra hvad gerist svo undir allri moldinni... ja thad er vida pottur brotinn eins og madurinn sagdi. Her er ruslid allt flokkad nidur i minnstu sameindir og adeins thad sem eftir verdur og ekki er hægt ad endurnyta er sent a haugana og thar er vel passad upp a thad ad allt ogedid leki ekki ut i umhverfid eda springi i loft upp vegna metans sem verdur til thegar ad matur og svona brotnar nidur... eg se fyrir mer eftir einhver ar thegar ruslagrafirnar ut i hlid fara ad springa i loft upp ein a fætur annarri....

annars var eg buin ad upphugsa eitthvad vodalega snidugt til ad blogga um en nuna man eg thad bara ekki lengur, thannig ad eg læt thessu lokid enda kannski ekki vinsælt ad madur se ad blogga mikid i stærdfræditimum....

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Á leið í stærðfræðitorfuna..... þarna fer stærðfræðin fram semsagt... en hei vitidi hvad, ef það brýst út stríð þá breytist skólinn minn í einhversskonar herflugvöll... sekkur niður í jörðina og eg veit ekki hvað og hvað og semsagt já breytist í flugvöll... það er ástæðan fyrir því hvað hann er skrytinn í laginu og er ósýnilegur úr lofti vóóó!!! Ætli hann sé ekki með fullt af svona leynihæðum sem ná langt niður í jörðina og enginn veit af nema leyniþjónusta Dana og svo nátturlega Big Brother í Vestri?


Botanisk have, voðalega lekkert lystigarður rétt hjá Nörreport...

Já þau eru litskrúðug bílastæðin við DTU ( skólann minn )

Án efa konungleg stytta í Rosenborggarðinum...

Enntha i Rosenborg

Mistokst eitthvad ad oma myndunum a bloggid adan ethannig ad nu kemur thetta i vitlausri röd en thad verdur ad hafa thad bara...

Rosenborg Slottid

Va hvad þið

voruð dugleg að kommenta!!! Bara þó nokkrir sem ég átti ekki von á!! Gaman af því, þó svo ég sé nú nokkuð viss um að nokkrir hafi farid inn bakdyramegin og ekki kvittað fyrir sig... taki það til sín sem eiga!!!

For í labbitúr á leiðinni heim úr skólanum í dag og að labba um hérna þessa dagana er eins og að vera staddur í kanadískri kvikmynd, læt myndirnar tala sinu mali...

föstudagur, nóvember 04, 2005

Snilld

Thad er natturlega alger snilld ad sitja i tima a føstudagseftirmiddegi og søtra bjor og kinka kolli annadslagid svona til malamynda.. eg er alveg buin ad fatta afhverju flestir islendingar fara til danmerkur i haskola, thad er alveg ørugglega ekki af thvi ad theim fannst svo gaman i dønsku i barnaskola, enda danska eitt hatadasta fagid i islenskum skolum... alveg stormerkilegt... en ja danirnir eru ligeglad og bjoda manni bara i glas i timum... vil du ha´ en øl er allavegana vidkvædid i timanum hja mer a fostudøgum... je men det er ju saa dejligt...

ahhh og their sem ad villast inn a thessa sidu, NU eiga ALLIR ad commenta herna fyrir nedan, mig langar ad sja hversu margir koma inn a siduna thangad til næst, thannig ad verid god og kvittid fyrir ykkur!!!!

Se non capisci islandese ma stai leggendo lo stesso... LASCIA UN COMMENTO qui sotto!!!!

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Ja var thad ekki... enn ein sonnun thess hversu audvelt thad er fyrir tha sem hafa beinan hagnad af stridi, ad hreinlega bua til stridsastædur

Ítalskir eru embættismenn sakaðir um að falsa skjöl til að styrkja úranmálið í Níger
Einn nánasti aðstoðarmaður Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, og yfirmaður ítölsku leyniþjónustunnar verða kallaðir fyrir þingnefnd í dag til að svara ásökunum um að ítölsk stjórnvöld hafi látið bandarískum og breskum stjórnvöldum í té fölsuð skjöl sem bentu til þess að Írakar hefðu reynt að kaupa úran í Afríkuríkinu Níger.

Gianni Letta, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins og Nicolo Pollari, forstjóri SISMI, leyniþjónustu Ítalíu, þurfa að svara spurningum þingnefndar sem fjallar um mál leyniþjónustunnar í landinu. Fundurinn verður ekki opinn almenningi.

Pollari fór fram á að koma fyrir nefndina eftir að blaðið La Repubblica sagði í síðustu viku að Ítalar hefðu látið Bretum og Bandaríkjamönnum í té skjöl, sem vitað var að voru fölsuð en þar var fjallað um tilraunir Íraka til að kaupa 500 tonn af úran í Níger. Hægt er að nota úran af þessu tagi til að smíða kjarnorkuvopn.

La Repubblica, sem er andvígt stjórn Berlusconis, segir að eftir árásirnar á Bandaríkin 2001 hafi Berlusconi þrýst á Pollari að veita Bandaríkjamönnum lið í leitinni að gereyðingarvopnum í Írak.

Ríkisstjórn Berlusconis hefur vísað þessum ásökunum á bug og forsætisráðherrann hefur opinberlega stutt Pollari.

Bretar og Bandaríkjamenn notuðu fullyrðingar um að Írak hefði reynt að kaupa úran í Níger m.a. til að styðja þá stefnu sína að nauðsynlegt væri að bera Íraka hervaldi. Í ljós kom síðar, að upplýsingar um úrankaupin voru ótrúverðugar.

Úranmálið er einnig í miðpunkti hneykslismáls innan bandaríska stjórnkerfisins en I. Lewis Libby sagði af sér embætti sem starfsmannastjóri Dicks Cheneys, varaforseta, eftir að hann var ákærður fyrir að eiga þátt í því að nafni Valerie Plame, starfsmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, var lekið til fjölmiðla. Libby kemur fyrir rétt í dag vegna málsins.

Plame er eiginkona Josephs Wilsons, fyrrum sendiherra, sem fór til Niger til að rannsaka úranmálið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir því. Hann sakaði ríkisstjórn Bush síðar um að reyna að stinga niðurstöðum hans undir stól.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Allt

betra ad fretta i dag. Hitti hana Kristinu sem er islensk stelpa i rafmagnsverkfrædi og eg ætla ad færa mig yfir i timana til theirra ( thar eru lika 3 islenskir strakar ) svo vid getum reiknad saman... loksins tha bara nadi eg ad skilja eitthvad i thessari stærdfrædi og vid erum bunar ad vera ad reikna nuna i allan dag...get ekki bedid eftir ad losna ur thessum thridjudagshop sem eg hef verid i ojjj... Eg SKAL na thessum afanga!! Hun Kristin sagdi mer einmitt ad thad hefdu byrjad 5 adrar stelpur med henni i haust en nuna væru thær allar hættar, bara svona til ad gefa ykkur hugmynd um skemmtanagildi thessa afanga....

Thad er alltaf ad kolna i vedri, madur kominn med vetlingana og svona, og best ad fara ad koma ser heim og vinna i ruslaafanganum fyrir morgundaginn. Verkefnid okkar gengur bara vel og su finnska er bara spøk, thannig ad eg hef yfir engu ad kvarta aldrei thessu vant...

Yfir og ut

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Nakvæmlega

ekkert ad fretta. Er ad vona ad talvan min lifni vid eftir ad eg hlod inn einhverju virusforriti fra madømunni i gærnott. Forritid fann hina ymsu virusa og trojuhesta og vonast eg til ad their verdi horfnir thegar eg kveiki a tolvunni eftir skola i dag. For og hitti einhverja tolvunørda fra Pakistan i gærkvøldi i von um ad their gætu lagad hana fyrir mig en allt kom fyrir ekki og talvan var helmingi verri thegar hun kom ur theim leidangri.

Annars er madur bara ad skottast i skolanum og svona, mikid ad gera og stærdfrædin alveg ad fara med mig enda get eg ekki einu sinni dregid 70 fra hundrad vandrædalaust.... get ekki bedid eftir ad komast i jolafri... thad verdur fint ad komast adeins heim...og ef einhver veit um vinnu handa mer i danmørku tha ma sa hinn sami endilega lata mig vita ...