Ølklúbbur
Já það er óhætt að segja að ég sé farin að taka virkan þátt í félagslífinu í DTU þar sem að ég er orðinn meðlimur í ölklúbb á föstudagseftirmiðdögum. Það gerðist eiginlega alveg óvart um daginn þegar ég þáði bjór í eftirmiðdagstíma og nú verður ekki aftur snúið. Verð nú samt að viðurkenna það að það er miklu skemmtilegra að vinna hópavinnu og drekka bjór, en að vinna hópavinnu og drekka engan bjór. Þannig að eftir nokkra öllara í tímanum í dag þá leggst það á mig að koma með bjór í tíma næsta föstudag ( hélt ég ætti aldrei eftir að geta sagt þessa setningu ) en jú ÉG MÆTI MEÐ NOKKRAR KIPPUR Á FÖSTUDAGINN NÆSTA Í SKÓLANN....Annars er orðið skítkalt hérna og ég á ekki mikid af vetrarfötum þannig að maður reynir bara að fara í öll sumarfötin sín... já svona er þetta.
Já og ég lét gamlan draum rætast í gær og skrapp í krulluaðgerð... þannig að nú er ég komin með krullað hár, eða aðallega mikið hár þar sem að það krullaðist nú ekkert sérstaklega mikið heldur breiddi bara úr sér. Hér eftir þá mun ég heita Curly Burny af því að það er svo svalt...
Annars er voðalega lítið að frétta. Maður er alltaf að vinna einhverja hópavinnu endalaust, og það er sko alveg nóg að gera. Þar á milli er ég svo að hjálpa Giovanni í vinnunni hans að reyna að skipuleggja aðeins þessar upplysingar sem hann hefur um sjúklingana og lyfin sem þeir fá, fékk einhver ósköp í hendurnar og eitthvað það óskipulegasta línurit sem ég hef á ævinni séð enda höfdu þeir hrúgað inn á eitt graf einhverjum mörgum þusund sjuklingum og lyfjum þannig að þetta var svona eins og flækt jójóband þegar ég sá það fyrst. En nú er sem betur fer búið að greiða úr því og mafíosarnir geta andað léttar þegar þeir fara yfir bókhaldið sitt...
Curly Burny biður að heilsa, yfir og út
4 Comments:
Hey, það er sko geggjað töff að vera með krullur og djöfull er ég ánægð með þig :) Kv. Margrét Dögg
jahats thad er sko flott!!! Verst ad eg er ekki raudhærd lika ;)
Flott hjá þér að fara í perm. Fær maður ekki að sjá flottheitin. Það er ótrúlegt hvað liðið er ligeglad úti í Danmörku. Sæi það í anda hér að liðið í hópavinnunni fengi sé öllara saman hehe.
ég ætla greinilega að flytja til þín og ganga í klúbbinn með þér;) hilsen Tinna
Skrifa ummæli
<< Home