eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: KITL

mánudagur, nóvember 14, 2005

KITL

Eg er alveg orðin húkked eins og maður segir á norska " viltu verða milljónamæringur "..það er líka miklu skemmtilegra að horfa bæði á norska og sænska sjónvarpið því ég skil það miklu frekar en það danska!!
Annars er það helst í fréttum að ég var í tilrauninni í dag og það er búið að slá því á fast að ég er með einhverja mjög óvenjulega parametra í blóðinu þar sem að það er tvisvar sinnum hærra gildi hjá mér en hjá eðlilegri manneskju.... jáhá... annars tekur það mjög á taugarnar að vera lokaður 7 tíma inn í herbergi með 8 manns þar sem að tvær af þeim eru pólskar og tala stanslaust frá klukkan 9 til klukkan 4... ég er búin að læra þó nokkur orð í pólsku án þess að hafa sérstaklega sóst eftir þvi...hvað er annars hægt að tala um stanslaust í 7 tíma?? Ég skildi eftirtalin orð; vodki, koniak, tequila, jagermeister og gin og tonik.. meiri fyllibytturnar þara í Póllandi

En ég hef verið kitluð og ég segi bara eins og Bryndís, hvað kemur eiginlega næst??!!!

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en dagar mínir verða taldir:

-Heimsækja allar heimsálfur sem byrja á A
-Læra að þekkja muninn á Litháen og Lettlandi og Lithaen og öllum þessum fyrrverandi Júgóslaviu löndum
-Klára þetta blessaða nám ( good luck thank you very much )
-Eignast hús bæði á Íslandi og á Ítaliu
-Eignast einhver slatta af erfingjum
-Taka einn dag í unlimitied shopping og dekur í flottustu verslunargötunni í Róm með nokkrum af bestu vinkonum mínum og nátturlega Visa vini minum
-Fara til sálfræðings ( langar svo að prófa það )

7 hlutir sem ég get

-Ég get aðlagað mig að hér um bil hvaða aðstæðum sem er
-Ég get talað ítölsku betur en ensku og næstum betur en íslensku
-Ég get þekkt úr mafíosa og fjölskyldur þeirra úti á götu
-Ég get horft á Friends aftur og aftur og aftur
-Ég get verið alveg svakalega þrjósk og dugleg að snúa hlutunum mér í hag
-Ég get búið til fullt af framandi matarréttum
-Ég get snert á mér nefið með tungunni

7 hlutir sem ég get ekki

-Ég get ekki sagt þrír á dönsku
-Ég get ekki borðað ólífur
-Ég get ekki drukkið jólaglögg
-Ég get ekki verið vond við dýr
-Ég get ekki skilið af hverju Bush er forseti Bandarikjanna
-Ég get ekki skilið illsku þessa heims
-Ég get ekki skilið afhverju fólk eins og Paris Hilton er svona óendanlega ríkt

7 hlutir sem ég sé núna

-svarta náttkjólinn minn í hrúgu á gólfinu
-risastóra sjónvarpið sem hún Agnes druslaði hingað til mín
-dansk íslenska orðabók
-ónotuðu fínu bjórglösin sem ég keypti þegar ég flutti inn
-baststólinn hennar Selju
-Ikea lampann minn
-Kleifarvatnsbokina

7 frægir sem heilla

-Josh Lucas
-Viggo Mortensen
-Robbie Williams ( ekki spyrja mig afhverju )
-Cameron Diaz
-Oprah Winfrey ( dises er það skrifað svona )
-Vigga Finnboga
-Fiorello

vá hvað þetta er buið að taka langan tima, best að publisha áður en þetta dettur allt saman ut

3 Comments:

At 15. nóvember 2005 kl. 00:07, Anonymous Nafnlaus said...

Hallóhalló, kvittikvitt fyrir mig! Bara að láta vita af mér, væri til í að vera í Danaveldi.. aníweis, kveðjur úr höfuðborg Ísland Margrét Dögg

 
At 15. nóvember 2005 kl. 05:12, Blogger Thoranna said...

Hey bellissima, takk fyrir kítlið! Hugsa ég kítlist ekki fyrr en eftir næstu viku þar sem prófin eiga eftir að fá alla mína athygli, nema ég verði allveg að bilast, þá er aldrei að vita nema maður láti sér detta það í hug að eyða tíma í þetta!

 
At 15. nóvember 2005 kl. 19:49, Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að hitta þig í danaveldi. skil ekki þetta kitl tal á milli ykkar en þetta er bara ég Mamma

 

Skrifa ummæli

<< Home