Ja var thad ekki... enn ein sonnun thess hversu audvelt thad er fyrir tha sem hafa beinan hagnad af stridi, ad hreinlega bua til stridsastædur
Ítalskir eru embættismenn sakaðir um að falsa skjöl til að styrkja úranmálið í NígerEinn nánasti aðstoðarmaður Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, og yfirmaður ítölsku leyniþjónustunnar verða kallaðir fyrir þingnefnd í dag til að svara ásökunum um að ítölsk stjórnvöld hafi látið bandarískum og breskum stjórnvöldum í té fölsuð skjöl sem bentu til þess að Írakar hefðu reynt að kaupa úran í Afríkuríkinu Níger.
Gianni Letta, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins og Nicolo Pollari, forstjóri SISMI, leyniþjónustu Ítalíu, þurfa að svara spurningum þingnefndar sem fjallar um mál leyniþjónustunnar í landinu. Fundurinn verður ekki opinn almenningi.
Pollari fór fram á að koma fyrir nefndina eftir að blaðið La Repubblica sagði í síðustu viku að Ítalar hefðu látið Bretum og Bandaríkjamönnum í té skjöl, sem vitað var að voru fölsuð en þar var fjallað um tilraunir Íraka til að kaupa 500 tonn af úran í Níger. Hægt er að nota úran af þessu tagi til að smíða kjarnorkuvopn.
La Repubblica, sem er andvígt stjórn Berlusconis, segir að eftir árásirnar á Bandaríkin 2001 hafi Berlusconi þrýst á Pollari að veita Bandaríkjamönnum lið í leitinni að gereyðingarvopnum í Írak.
Ríkisstjórn Berlusconis hefur vísað þessum ásökunum á bug og forsætisráðherrann hefur opinberlega stutt Pollari.
Bretar og Bandaríkjamenn notuðu fullyrðingar um að Írak hefði reynt að kaupa úran í Níger m.a. til að styðja þá stefnu sína að nauðsynlegt væri að bera Íraka hervaldi. Í ljós kom síðar, að upplýsingar um úrankaupin voru ótrúverðugar.
Úranmálið er einnig í miðpunkti hneykslismáls innan bandaríska stjórnkerfisins en I. Lewis Libby sagði af sér embætti sem starfsmannastjóri Dicks Cheneys, varaforseta, eftir að hann var ákærður fyrir að eiga þátt í því að nafni Valerie Plame, starfsmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, var lekið til fjölmiðla. Libby kemur fyrir rétt í dag vegna málsins.
Plame er eiginkona Josephs Wilsons, fyrrum sendiherra, sem fór til Niger til að rannsaka úranmálið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir því. Hann sakaði ríkisstjórn Bush síðar um að reyna að stinga niðurstöðum hans undir stól.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home