eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: janúar 2005

laugardagur, janúar 29, 2005

ÞETTA ERU NÁTTÚRLEGA BARA SNILLINGAR

Hótel á Sikiley býður pörum ókeypis helgardvöl ef barn kemur undir
Hótelkeðja á Sikiley býður pörum ókeypis helgardvöl ef barn kemur undir þegar þau dvelja á hótelinu. ?Látið ástina blómstra undir sólinni á Sikiley. Komið og getið barn í landi ástarinnar. Eftir fæðinguna bjóðum við ykkur fría helgardvöl á hóteli okkar.? Þannig hljómar auglýsing Hotels del Sole-keðjunnar en henni tilheyra 22 hótel á Sikiley.
Framkvæmdastjóri keðjunnar Armando LaMattina, segist vilja kynna Sikiley sem land ástarinnar og komast frá þeirri neikvæðu ímynd sem hafi loðað við landið. Pör geta dvalið á hvaða hóteli sem er af þeim 22 sem keðjan býður upp á ef barn hefur komið undir á hótelinu.

föstudagur, janúar 28, 2005

Jamm það eru alltaf jafn skemmtilegir dagarnir hjá mér í verslunarmiðstöð dauðans. Fékk að vita það í dag að ég væri hrokafull og ömurlegur þjónn og mér hótað að klaga í yfirmanninn minn útaf einhverju caffe latte sem átti víst að vera vatnsbragð af. Ég sagðist nú myndu láta gera nýjan kaffi fyrir frúnna en mér fyndist nú samt óliklegt að það væri vatnsbragð af kaffinu, kannski mjólkurbragð en vatnsbragð það er mjög skrytið þar sem að það er ekkert vatn í caffé latte.... eg komst mjög fljótlega að því að það er ekkert vit í því að vera að reyna að ræða eitthvað við sumt fólk, serstaklega það sem ekki hefur vit á þvi sem það er að gera eins og þessi gella, ég meina þegar fólk svarar manni " já ég fer nú oft á kaffihús og hef aldrei fengið svona kaffi áður " þá er það ávísun á að maður skuli ekki svara heldur bara taka þátt í skrípaleiknum. Ég hinsvegar einhvern veginn enda alltaf á því að þurfa að analizzera hlutina og það greinilega er ekki gott þegar maður er í þjónsdjobbinu því að þá er maður greinilega farinn að hugsa of mikið fyrir meðaljóninn.... allavegana ég fékk það framan i mig að ég væri hrokafull og leiðinleg en vitiði hvað mer er alveg sama.....fólk er fífl

sunnudagur, janúar 23, 2005

AND THE SHOW GOES ON

já það væri nú aldrei nema italarnir hefðu barasta rétt fyrir sér þegar þeir segja "TUTTO IL MONDO É UN PAESE" eða allur heimurinn er bara eitt litið þorp, eða á mannamáli það skiptir ekki svo miklu máli hvort maður byr í Afríku eða í Evrópu, við erum öll afskaplega lík í hegðun og hugsun. Ég hef alltaf staðið mig að því að neita þessum málshætti ítalanna með því að rísa upp á lappirnar og útskýra fyrir þeim að Ísland sé sko mun öruggara land en til dæmis Italia og að á Íslandi þá lendi maður sko ekki í því að vera rændur úti á götu og að fólk hér á landi sé mun heiðarlegra en gengur og gerist í stórum löndum úti í hinum stóra heimi. Já ég stóð reyndar í þeirri trú að það væri þannig. Mér til mikillar sorgar, verð ég víst að éta það ofan í mig og lofa að standa aldrei upp aftur á erlendri grund og halda því fram að á Íslandi búi heiðarlegra fólk en annarsstaðar því að það er ekki rétt. Tutto il mondo é un paese. Mér varð það á að setja jakkann minn á stólbak inn á Hressó í gærkvöldi er ég settist þar inn í smástund. Tilgangur heimsóknarinnar á þann annars ágæta stað átti víst að vera skemmtun, en sú varð ekki raunin. Eftir að hafa rekið augun á gamla skólafélaga fór ég til að heilsa, 5 mín seinna var leðurjakkinn minn horfinn með öllu því sem í vösunum á honum var, þar á meðal rándýra myndavélaupptökusímanum mínum sem mér var gefið í afmælisgjöf á seinasta ári. Eftir að hafa talað við allt staffið á Hressó var staðurinn tekinn í gegn og hundruðir jakka sem lágu á víð og dreif um skemmtistaðinn rannsakaðir en enginn af þeim var minn. Haldið var í vonina að þjófurinn væri ung víkingastúlka sem undir áhrifum hinnar gífulegru skemmtunargleði sem ríkti á bóndadagsnótt í upphafi þorramánaðar hefði ekki tekið eftir því að jakkinn sem hún tók var ekki hennar eigin en eftir ítrekaðar hringingar i eigin síma þá jafnt og þétt fjaraði sú von út og hugsunin um þjófótta kvengálu sem nú röltir um með ítalska myndavélasímann minn nú orðin rótgróin í huga mér. Hvað er að fólki?
E vaffanculooooo


fimmtudagur, janúar 13, 2005

Mér er um og ó um æsku landsins ef að unglingarnir sem hanga á kaffihúsinu hjá mér endurspegla hana að einhverju leyti... ég velti stundum fyrir mér hverskonar lífi þessi krakkar lifi og úr hvernig fjölskyldum þau komi. Mér dettur helst til hugar lömb á fjallafrétt þegar ég sé strolluna renna inn og hlassa sér niður í sófana, teljandi klinkið sem eftir er af vasapeningum foreldranna sem vinna allan daginn svo að börnin þeirra geti hangið í Kringlunni þegar þau ættu í rauninni að vera í skólanum. Lítil reykjandi lömb. Ekki falleg myndlíking. Hangandi í kross með hendurnar yfir einum öskubakka á miðju borðinu, eitt þeirra með kók restin með vatn, skiptast á að eyða krónunum, vasapeningarnir duga sennilegast ekki ef að hver og einn myndi versla í hvert skipti sem sest er niður.... mér finnst að ég ætti að vera á fjárveitingum frá ÍTR og Félagsmálastofnun fyrir að hugsa um og hlaupa með vatn handa villuráfandi æsku landsins sem heldur að Kringlan sé besti staður í heimi.

Góða nótt

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Las viðtal við öryrkjakonu í DV í dag. Aumingja konan var þar að kvarta yfir eigin högum og ekki lái ég henni það svosem því hún er einstæður öryrki með 4 börn mínus eitt þar sem að það dvelur mestum hluta hjá föður sínum þannig að þau eru eiginlega bara 3 en samt sem áður talin 4.... jæja hvað með það. Allavegana þessi kona fær 160þus fra ríkinu á mánuði til að lifa á og finnst mér það í rauninni ekki svo lítið, hún borgar 50 þús í leigu og þegar hún er búin að borga allt það sem þarf að borga plús 90 þús í leikskólavist fyrir börnin þá á hún ekki nema 4þús eftir til að lifa af út mánuðinn..... LEIKSKÓLAVIST?? Er það nauðsynlegt að senda krakkana i leikskóla þegar maður er öryrki og á ekki mikinn pening og getur því verið heima hjá sér með börnin sín?? Ha?? Væri ekki gáfulegra að spara leikskólavistina og gera eitthvað annað við peningana? Ég er svo aleilis bit.... sama kona sagðist hafa ætlað að fyrirfara sér en hætti svo við það þegar hún sá svipinn á yngsta barninu sínu!!! Er ekki alveg allt í lagi með þennan fréttaflutning og bara með fólk yfirleitt?? Hvææææs...........

föstudagur, janúar 07, 2005

Vá það er svo langt síðan að ég skrifaði hérna seinast að ég var bara næstum búin að gleyma passwordinu og því öllu saman... en bara næstum því þó!

Það er alveg rosalega gaman að vera komin heim aftur. Alveg svo skemmtilegt að mig langar næstum ekkert út aftur...en það er alveg næstum því þó!

Mér finnst gaman að vinna í kringlunni við að gefa stressuðum íslendingum kaffi sem þeir hafa ekkert vit á.... já ég ætla að fá einn svona kappútsínó eða kaffusínó eða hvað sem þetta heitir... eða þá ´jú gætirðu nokkuð fært mér einn caffe latte og endilega ekki hafa mikla mjólk í honum urrrgh maður biður ekki um mjólkurkaffi með lítilli mjólk ohhhh eða þá pantar expresso og kvartar yfir því að hann sé of sterkur og biður um mjólkurkönnu til að hella útí hann ææææ

Annars eru islendingar sykuróðir, ekki nema von að þeir séu sætir, hella sykri ut í allt, karamellusýróp, vanillusyrop, sukkulaðisyróp, berjasyróp og bara name it útí kaffið jájá allt er gott með vel sykrað, eg var meira að segja beðin um sykurmjólk um daginn HVAÐ ER ÞAÐ???Eg sagði viðkomandi að ég ætti mjólk og sykur ísitthvorulagi en það var víst ekki það sama...

Svo er ég bara alveg búin að kynnast nýrri hlið á íslendingum og það er þessi bölvaða stresshlið sem ég bara skil ekkert í. Fólk sest niður á veitingstað og pantar pastarétti eða lambafillé og býst við að það komi innan 10 mínútna á borðið til þeirra, er einhver lógic í því? Allir að flýta sér og ekkert til að flýta sér yfir, hvorki umferð né öngþveiti neinsstaðar allt gengur greiðlega fyrir sig, allir fá lán í bankanum til að kaupa hús og jeppa og fara til útlanda án þess að þurfa að fá alls konar skjöl og vinna langa og flókna pappírsvinnu, engin röð af viti í bankanum og ekkert mál að senda pakka á pósthusinu líka til skrýtinna landa sem enginn þekkir, maður bara sendir þá án þess að þurfa að þrasa neitt við pósthúskonuna og hun meira að segja lánar þer penna og límband ef þú þarft á því að halda!!! Hvað hafa íslendingar til að stressa sig yfir? Hvað fær fullorðið fólk til að breytast i brjálæðinga þegar að franskarnar þeirra koma 5 min á eftir samlokunni eða maturinn þeirra var 20 minutur á leiðinni? Eg personulega hef aldrei gengið út af veitingastað á ævi minni nema einu sinni vegna slæmrar þjonustu en þá var nu lika öllum ofboðið, en herna heima þá er mér nu eiginlega bara ofboðið, á ókurteisi og ruddaskap landans og þá tala ég auðvitað ekki um alla en vel marga.
Amen