eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Mér er um og ó um æsku landsins ef að unglingarnir sem hanga á kaffihúsinu hjá mér endurspegla hana að einhverju leyti... ég velti stundum fyrir mér hverskonar lífi þessi krakkar lifi og úr hvernig fjölskyldum þau komi. Mér dettur helst til hugar lömb á fjallafrétt þegar ég sé strolluna renna inn og hlassa sér niður í sófana, teljandi klinkið sem eftir er af vasapeningum foreldranna sem vinna allan daginn svo að börnin þeirra geti hangið í Kringlunni þegar þau ættu í rauninni að vera í skólanum. Lítil reykjandi lömb. Ekki falleg myndlíking. Hangandi í kross með hendurnar yfir einum öskubakka á miðju borðinu, eitt þeirra með kók restin með vatn, skiptast á að eyða krónunum, vasapeningarnir duga sennilegast ekki ef að hver og einn myndi versla í hvert skipti sem sest er niður.... mér finnst að ég ætti að vera á fjárveitingum frá ÍTR og Félagsmálastofnun fyrir að hugsa um og hlaupa með vatn handa villuráfandi æsku landsins sem heldur að Kringlan sé besti staður í heimi.

Góða nótt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home