Mér er um og ó um æsku landsins ef að unglingarnir sem hanga á kaffihúsinu hjá mér endurspegla hana að einhverju leyti... ég velti stundum fyrir mér hverskonar lífi þessi krakkar lifi og úr hvernig fjölskyldum þau komi. Mér dettur helst til hugar lömb á fjallafrétt þegar ég sé strolluna renna inn og hlassa sér niður í sófana, teljandi klinkið sem eftir er af vasapeningum foreldranna sem vinna allan daginn svo að börnin þeirra geti hangið í Kringlunni þegar þau ættu í rauninni að vera í skólanum. Lítil reykjandi lömb. Ekki falleg myndlíking. Hangandi í kross með hendurnar yfir einum öskubakka á miðju borðinu, eitt þeirra með kók restin með vatn, skiptast á að eyða krónunum, vasapeningarnir duga sennilegast ekki ef að hver og einn myndi versla í hvert skipti sem sest er niður.... mér finnst að ég ætti að vera á fjárveitingum frá ÍTR og Félagsmálastofnun fyrir að hugsa um og hlaupa með vatn handa villuráfandi æsku landsins sem heldur að Kringlan sé besti staður í heimi.
Góða nótt
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- Las viðtal við öryrkjakonu í DV í dag. Aumingja k...
- Vá það er svo langt síðan að ég skrifaði hérna sei...
- RIGNING OG AFTUR RIGNING
- ÞETTA ER FRAMHALD AF ÞVI SEM ER HER FYRIR NEÐAN,ÞA...
- Já það er kominn þriðjudagur, þriðjudagur til þrau...
- Heyrðum í lögfræðingnum í dag. Hann sagðist vera ...
- Jæja það lekur aldeilis fínt hraunið úr Etnu þessa...
- Hei við vorum að kaupa okkur DVD spilara, vorum að...
- HÚN ÞÓRANNA LITLA Á AFMÆLI Í DAG, INNILEGA TIL HAM...
- Ef ykkur finnst óþægilegt að lesa bloggið með mynd...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home