eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

föstudagur, janúar 07, 2005

Vá það er svo langt síðan að ég skrifaði hérna seinast að ég var bara næstum búin að gleyma passwordinu og því öllu saman... en bara næstum því þó!

Það er alveg rosalega gaman að vera komin heim aftur. Alveg svo skemmtilegt að mig langar næstum ekkert út aftur...en það er alveg næstum því þó!

Mér finnst gaman að vinna í kringlunni við að gefa stressuðum íslendingum kaffi sem þeir hafa ekkert vit á.... já ég ætla að fá einn svona kappútsínó eða kaffusínó eða hvað sem þetta heitir... eða þá ´jú gætirðu nokkuð fært mér einn caffe latte og endilega ekki hafa mikla mjólk í honum urrrgh maður biður ekki um mjólkurkaffi með lítilli mjólk ohhhh eða þá pantar expresso og kvartar yfir því að hann sé of sterkur og biður um mjólkurkönnu til að hella útí hann ææææ

Annars eru islendingar sykuróðir, ekki nema von að þeir séu sætir, hella sykri ut í allt, karamellusýróp, vanillusyrop, sukkulaðisyróp, berjasyróp og bara name it útí kaffið jájá allt er gott með vel sykrað, eg var meira að segja beðin um sykurmjólk um daginn HVAÐ ER ÞAÐ???Eg sagði viðkomandi að ég ætti mjólk og sykur ísitthvorulagi en það var víst ekki það sama...

Svo er ég bara alveg búin að kynnast nýrri hlið á íslendingum og það er þessi bölvaða stresshlið sem ég bara skil ekkert í. Fólk sest niður á veitingstað og pantar pastarétti eða lambafillé og býst við að það komi innan 10 mínútna á borðið til þeirra, er einhver lógic í því? Allir að flýta sér og ekkert til að flýta sér yfir, hvorki umferð né öngþveiti neinsstaðar allt gengur greiðlega fyrir sig, allir fá lán í bankanum til að kaupa hús og jeppa og fara til útlanda án þess að þurfa að fá alls konar skjöl og vinna langa og flókna pappírsvinnu, engin röð af viti í bankanum og ekkert mál að senda pakka á pósthusinu líka til skrýtinna landa sem enginn þekkir, maður bara sendir þá án þess að þurfa að þrasa neitt við pósthúskonuna og hun meira að segja lánar þer penna og límband ef þú þarft á því að halda!!! Hvað hafa íslendingar til að stressa sig yfir? Hvað fær fullorðið fólk til að breytast i brjálæðinga þegar að franskarnar þeirra koma 5 min á eftir samlokunni eða maturinn þeirra var 20 minutur á leiðinni? Eg personulega hef aldrei gengið út af veitingastað á ævi minni nema einu sinni vegna slæmrar þjonustu en þá var nu lika öllum ofboðið, en herna heima þá er mér nu eiginlega bara ofboðið, á ókurteisi og ruddaskap landans og þá tala ég auðvitað ekki um alla en vel marga.
Amen


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home