eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: AND THE SHOW GOES ON

sunnudagur, janúar 23, 2005

AND THE SHOW GOES ON

já það væri nú aldrei nema italarnir hefðu barasta rétt fyrir sér þegar þeir segja "TUTTO IL MONDO É UN PAESE" eða allur heimurinn er bara eitt litið þorp, eða á mannamáli það skiptir ekki svo miklu máli hvort maður byr í Afríku eða í Evrópu, við erum öll afskaplega lík í hegðun og hugsun. Ég hef alltaf staðið mig að því að neita þessum málshætti ítalanna með því að rísa upp á lappirnar og útskýra fyrir þeim að Ísland sé sko mun öruggara land en til dæmis Italia og að á Íslandi þá lendi maður sko ekki í því að vera rændur úti á götu og að fólk hér á landi sé mun heiðarlegra en gengur og gerist í stórum löndum úti í hinum stóra heimi. Já ég stóð reyndar í þeirri trú að það væri þannig. Mér til mikillar sorgar, verð ég víst að éta það ofan í mig og lofa að standa aldrei upp aftur á erlendri grund og halda því fram að á Íslandi búi heiðarlegra fólk en annarsstaðar því að það er ekki rétt. Tutto il mondo é un paese. Mér varð það á að setja jakkann minn á stólbak inn á Hressó í gærkvöldi er ég settist þar inn í smástund. Tilgangur heimsóknarinnar á þann annars ágæta stað átti víst að vera skemmtun, en sú varð ekki raunin. Eftir að hafa rekið augun á gamla skólafélaga fór ég til að heilsa, 5 mín seinna var leðurjakkinn minn horfinn með öllu því sem í vösunum á honum var, þar á meðal rándýra myndavélaupptökusímanum mínum sem mér var gefið í afmælisgjöf á seinasta ári. Eftir að hafa talað við allt staffið á Hressó var staðurinn tekinn í gegn og hundruðir jakka sem lágu á víð og dreif um skemmtistaðinn rannsakaðir en enginn af þeim var minn. Haldið var í vonina að þjófurinn væri ung víkingastúlka sem undir áhrifum hinnar gífulegru skemmtunargleði sem ríkti á bóndadagsnótt í upphafi þorramánaðar hefði ekki tekið eftir því að jakkinn sem hún tók var ekki hennar eigin en eftir ítrekaðar hringingar i eigin síma þá jafnt og þétt fjaraði sú von út og hugsunin um þjófótta kvengálu sem nú röltir um með ítalska myndavélasímann minn nú orðin rótgróin í huga mér. Hvað er að fólki?
E vaffanculooooo


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home