Jamm það eru alltaf jafn skemmtilegir dagarnir hjá mér í verslunarmiðstöð dauðans. Fékk að vita það í dag að ég væri hrokafull og ömurlegur þjónn og mér hótað að klaga í yfirmanninn minn útaf einhverju caffe latte sem átti víst að vera vatnsbragð af. Ég sagðist nú myndu láta gera nýjan kaffi fyrir frúnna en mér fyndist nú samt óliklegt að það væri vatnsbragð af kaffinu, kannski mjólkurbragð en vatnsbragð það er mjög skrytið þar sem að það er ekkert vatn í caffé latte.... eg komst mjög fljótlega að því að það er ekkert vit í því að vera að reyna að ræða eitthvað við sumt fólk, serstaklega það sem ekki hefur vit á þvi sem það er að gera eins og þessi gella, ég meina þegar fólk svarar manni " já ég fer nú oft á kaffihús og hef aldrei fengið svona kaffi áður " þá er það ávísun á að maður skuli ekki svara heldur bara taka þátt í skrípaleiknum. Ég hinsvegar einhvern veginn enda alltaf á því að þurfa að analizzera hlutina og það greinilega er ekki gott þegar maður er í þjónsdjobbinu því að þá er maður greinilega farinn að hugsa of mikið fyrir meðaljóninn.... allavegana ég fékk það framan i mig að ég væri hrokafull og leiðinleg en vitiði hvað mer er alveg sama.....fólk er fífl
föstudagur, janúar 28, 2005
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- AND THE SHOW GOES ON
- Mér er um og ó um æsku landsins ef að unglingarnir...
- Las viðtal við öryrkjakonu í DV í dag. Aumingja k...
- Vá það er svo langt síðan að ég skrifaði hérna sei...
- RIGNING OG AFTUR RIGNING
- ÞETTA ER FRAMHALD AF ÞVI SEM ER HER FYRIR NEÐAN,ÞA...
- Já það er kominn þriðjudagur, þriðjudagur til þrau...
- Heyrðum í lögfræðingnum í dag. Hann sagðist vera ...
- Jæja það lekur aldeilis fínt hraunið úr Etnu þessa...
- Hei við vorum að kaupa okkur DVD spilara, vorum að...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home