eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Danskerne versus gli Italiani

fimmtudagur, desember 07, 2006

Danskerne versus gli Italiani

Já ég verð alltaf jafn hissa þegar að ég fæ póst í pósthólfið mitt frá skólanum. Þeir hérna úti eru alveg ótrúlega fljótir að senda manni allskonar staðfestingar á öllu því sem maður sækir um hjá þeim. Í morgun beið mín ýtarlegt staðfestingarbréf á því að ég hefði sótt um Meistaranám hjá DTU. Alveg heil síða af upplýsingum og það er ekki einu sinni búið að hleypa manni inn ennþá. Vá hefði það komið fyrir að ég hefði fengið bréf frá háskólunum á Ítalíu, þá hefði ég sennilega fengið hjartaáfall, svo mikið hefði sjokkið orðið. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að senda manni gíróseðlana fyrir innritunargjaldinu, ég þurfti að gjöra svo vel að fara og ná í þá upp í skóla í hvert skipti og meira að segja að hafa fyrir því að fá þá útprentaða!! Hér er háskólinn nú ókeypis þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Eina bréfið sem rataði heim til mín frá háskólanum í Catania var bréfið þar sem í stóð að vegna "tæknilegra mistaka" þá gæti ég ekki innritað mig í skólann á komandi önn. Það kallar maður kaldhæðni.




En já ég er semsagt búin að sækja um meistaranám hér við DTU. Mér sýnist ég vera dæmd til að flakka um útlönd enn um ókomin ár, vegna mjög svo undarlegra forkrafa við HÍ þá myndi það taka mig enn meiri tíma að útskrifast þaðan. En ég efast svosem ekkert um það að umhverfisnámið hér er mun betra en það sem er heima þannig að kannski verður þetta bara ágætt...

2 Comments:

At 7. desember 2006 kl. 14:57, Blogger Ragnhildur said...

þetta verður án efa stórfínt, og ég tala nú ekki um hvað þetta er fljótt að líða, iss piss.

Gangi þér vel við lesturinn :)

 
At 8. desember 2006 kl. 16:55, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta líður áður en þú veist af Birna mín. Örugglega miklu betra nám þarna úti

 

Skrifa ummæli

<< Home