eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Vandræði???

fimmtudagur, desember 21, 2006

Vandræði???

Já það er eins gott að maður fari að flýta sér að klára þetta nám svo maður geti farið að bjarga Íslandinu frá drukknun. Hvað er með 15 stiga hita í enda Desember? Þetta er sennilega aðeins brot af því sem mun koma næstu árin. Hlýjasti vetur í árhundruðir geysar nú í Skandinavíu. Hér hefur hitinn ekki farið nema nokkra daga undir 10 gráður það sem af er vetri. Sumarið var það hlýjasta í manna minnum, ein hitabylgjan á fætur annari. Sumir eru ánægðir með það að það sé að hlýna á norðurslóðum. Mér myndi líka finnast það fínt enda finnst mér gott að vera í góðu veðri. Því miður þá eru afleiðingarnar ekki til að hrópa húrra yfir. Jöklar bráðna, ár vaxa, jarðvegurinn missir festu sína vegna mikilla hitabreytinga og úrkomu og úr verða skriður. Djúp sár myndast í jörðina sem tekur langan tíma að lækna, sérstaklega ef að veðrið heldur svo áfram að rokka svona upp og niður. Já það er hætt við að Íslandið eigi eftir að horfa upp á erfiða tíma í framtíðinni ef svona heldur áfram. Sérstaklega suðurlandsundirlendið. Hækkandi sjór á eftir að brjóta meira og meira af því. Það gæti þó bjargað okkur að með aukinni bráðnun jöklanna þá lyftist eyjan alltaf meir og meir úr sæ þar sem að hún missir mikinn þunga ofan af sér. Það er þó eins og að pissa í skóinn sinn því að þegar eitt system breytist þá er mikil hætta á því að það hafi áhrif annarsstaðar. T.d þá er skandinavíuskaginn ( Svíþjóð Noregur og Finnland ) alltaf að rísa meira og meira úr sjó. Það að Ísland missi jöklana sína og rísi úr sæ gæti þess vegna haft áhrif á að nýjar eldsprungur gætu myndast, annað hvort á landinu sjálfu á flekamótum eða útundan ströndum þess vegna nýs þrýstings sem mun leggjast á jarðskorpuna. Ósonlagið hefur heldur aldrei verið minna á pólunum eins og í ár. Það er hægt að sigla um á suðurskautinu núna þar sem að sjórinn er lítið lagður af ís. Það er mjög óvenjulegt. Já I will be damned ef að gróðurhúsalofttegundirnar eru ekki að láta taka til sín núna. Metanið, koltvísýringurinn, köfnunarefnin og brennisteinninn svo nokkrar séu nefndar eru í jólaskapi og mynda þykkan vegg í himinhvolfunum svo að geislar sólarinnar sem lenda á jörðinni speglast ekki til baka út í geiminn, heldur festast bara hérna niðri hjá okkur. What comes around, stays around :)

5 Comments:

At 21. desember 2006 kl. 17:00, Anonymous Nafnlaus said...

Ef til vill er bara gott að við drukknum öll...

 
At 21. desember 2006 kl. 19:24, Anonymous Nafnlaus said...

HÆæææææææææææ Berglind hérna hvað segiru ???það er allt að verða vitlaust herna heima á klakanum hittinn fór sko í 14 stig í gærkvöldi 20 des 2006 hérna fyrir austan...þoli þetta ekki......búumst öll við rauðum jólum:(

 
At 21. desember 2006 kl. 20:13, Anonymous Nafnlaus said...

Já varla hægt að kalla þetta klakann lengur ha?

B.

 
At 22. desember 2006 kl. 12:47, Blogger B said...

Hver er lausnin Birna? Afnema bensínnotkun í heiminum, flokka ruslið betur og endurvinna, uppræta freon ísskápum og öðrum óæskilegum spreybrúsum.... hvað er hægt fleira?

Eða eigum við að fara byggja varnargarða dauðans og leggja svo sjálfsvökvandi kerfi um allar trissur fyrir sumrin?

Bíð bara eftir að Birna komi heim og komi byltingunni af stað!

 
At 22. desember 2006 kl. 20:36, Anonymous Nafnlaus said...

Það mætti ferðast minna um loftin blá,þar mengum við mest, Ganga meira hjóla oftar, þannig að við höfum okkar kalda loft á veturnar og góða veðrið á sumrin. Bella

 

Skrifa ummæli

<< Home