eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Alveg vissi ég það!!!!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Alveg vissi ég það!!!!

Danir líta niður á þá sem tala mállýskur eða dönsku með erlendum hreim, samkvæmt fjölda rannsókna sem vísindamenn á vegum Kaupmannahafnarháskóla hafa skoðað. „Spyrji maður fólk beint út segja flestir að þeim finnist mállýskum heillandi en allar rannsóknir sýna þó fram á annað.Samkvæmt því sem fram kemur í rannsóknunum líta Danir svo á að þeir sem tala mállýskur eða með hreim séu feimnari, félagslega vanhæfari og jafnvel heimskari en þeir sem gera það ekki. Þá sýna þær að enginn munur er á því hvaða augum þeir sem tala mállýskur eða með hreim líta málið og þeir sem gera það ekki.
Samkvæmt upplýsingum vísindamannanna eru fordómar í garð þeirra sem tala mállýskur eða með hreim meiri í Danmörku en í öðrum löndum og segja þeir líklegt að það hafi þau áhrif að danskan verði einsleitari en önnur tungumál.


Tekið af mbl.is´

Mig dreymdi þetta líka í nótt..þvílík tilviljun

2 Comments:

At 13. desember 2006 kl. 10:39, Blogger B said...

ég er nú mest forvitin hvernig þú upplifðir þetta í drauminum???

 
At 13. desember 2006 kl. 11:24, Anonymous Nafnlaus said...

Já ég var semsagt að verja ritgerðina mína, Á DÖNSKU, og kennarinn segir eftir á að ég sé með greinilegan íslenskan hreim og bætir við að við íslendingar héldum að við gætum allt!! Jebb þannig upplifði ég það, fyrir utan svona dagsdaglegt brölt með útlenskan hreim á dönskunni :)
B.

 

Skrifa ummæli

<< Home