eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: september 2006

þriðjudagur, september 26, 2006

KOMA SVOOOO!!!!


Jökulsárgöngur á þremur stöðum á landinu.

Fjölmargir hafa áhuga á því að ganga með Ómari Ragnarssyni niður Laugaveg, frá Hlemmi á Austurvöll klukkan átta í kvöld. Systurgöngur hafa verið skipulagðar á Akureyri og á Ísafirði. Á öllum stöðunum verða ræðuhöld og jafnvel fjöldasöngur. Ómar leggur til að hætt verði við að reka tappann í Hálslón eins og stendur til að verði gert, líklega á fimmtudagsmorgun.
"Mætum og göngum með Ómari" eru hvatningarorð til eggjunar íslensku þjóðinni sem standa inni á þó nokkrum spjallsíðum í dag. Ómar er hins vegar ekki sjálfur að skipuleggja atburðinn, heldur sagðist hann sjálfur myndu ganga niður Laugaveg og leggja í hendur valdamönnum tillögur sínar að þjóðarsátt sem kynntar voru á blaðamannafundi sem frægur er orðinn. Ekki hefur fengist staðfest hvort einhver verði til að taka við tillögunum úr hendi Ómars en skipuleggjendur eru að reyna að hafa samband við háttsetta menn og konur. Ef enginn verður til svara verða tillögurnar settar inn um bréfalúguna.
Fjöldi fólks lýsti strax yfir áhuga á því að ganga með Ómari og nú er farið að skipuleggja ræðuhöld og dagskrá á Austurvelli. Lísa Kristjánsdóttir, einn aðalskipuleggjandinn, segir ekki einn ákveðinn hóp á bak við skipulagninguna, heldur einstaklinga sinn úr hverri áttinni. Ómar sjálfur ætlar að tala á Austurvelli, einnig Hildur Eir Bolladóttir sem predikaði af miklum móð með þjóðarsátt á sunnudaginn og Andri Snær Magnason sem hefur barist hart með náttúrunni.

mánudagur, september 25, 2006

???

Ég var á leiðinni í skólann í morgun þegar að hálft tré datt í fangið á mér þegar ég hjólaði framhjá. Haldiði að þetta sé eðlilegt? Hvað getur þetta þýtt? Við erum að tala um að ef ég hefði vaknað aðeins fyrr eða aðeins seinna, stoppað lengur á einhverju ljósinu eða hjólað hægar eða aðeins hraðar þá hefði greinin dottið rétt áður en ég kom eða rétt á eftir... eða hvað?

laugardagur, september 23, 2006

Demit


Alveg merkilegt hvað ég er einstaklega lagin við að eyðileggja fötin mín í þvotti. Þá kemur það sér vel að ég á nóg af peningum þannig að ég get alltaf farið út og keypt mér ný í staðinn!!!

Er að vesenast í Grænlandsritgerðum og er því að fara í gegnum myndirnar hægt og rólega. Bara að leyfa ykkur að vera með í ferlinu..

miðvikudagur, september 20, 2006

Veslings ég

Já það er ekki tekið út með sældinni að heita Aðalbjörg Birna. Ég keypti mér hjól um daginn sem er svo sem ekki frásögum færandi nema hvað að hjólið loksins þegar það kom þá kom það í smá pörtum. Ég dundaði mér við það á milli þess sem ég mældi sýrustig á rannsókninni minni að setja hjólið saman og eftir að vera búin að setja það saman og rífa það í sundur aftur nokkrum sinnum þá hafðist þetta á endanum. Ég rosalega ánægð yfir þessum miklu hæfuleikum sem ég hef greinilega yfir að ráða í samansetningu á ýmsu drasli, byrjaði að hjóla heim og var þá klukkan að verða fimm. Eftir ca 5 mín hjólatúr þá fór ég að taka eftir því að hjólið var nokkurn veginn í bremsu og ég stoppaði til að reyna að skrúfa eitthvað laust og það virkaði í einhvern tíma eða þangað til ég þurfti að stoppa aftur þar sem að dekkin voru loftlaus. Ég ákveð að teyma hjólið áfram þar til ég kem að bensínstöð og bregð mér þar inn til að spurja hvar loftpumpan sé fyrir hjól. Bjóst sko ekki við öðru en að það væru að minnsta kosti 3 svoleiðis á hverri bensínstöð svona miðað við fjölda fólks sem hjólar hér á hverjum degi. Nei ekki reyndist það raunin. Ekkert loft að hafa og ekki heldur hægt að kaupa loftpumpu. Ég held áfram í búðina sem er þarna skammt hjá. Þar finn ég pumpu en þegar ég kem á kassann fatta ég að ég er ekki með lausan pening, bara kortið mitt. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að nota það, Dankort ONLY! Það flaug í gegnum huga mér að stela helvítis pumpunni bara fyrst ég mátti ekki borga fyrir hana en svo hætti ég við það. Næsta skref var að svífa á fólk sem ýmist labbaði eða hjólaði fram hjá í veikri von um að einhver væri með hjólapumpu með sér. Svo reyndist ekki raunin. Ég ákvað að skilja því hjólið eftir við einhverja blokk, láslaust náttúrlega, og labba aftur til baká upp í skóla til að komast í hraðbanka sem ég svo gerði. Þegar þessi gjörningur var yfirstaðinn var búið að loka í búðinni. Á þessum tímapunkti var ég orðin frekar pirruð og farin að íhuga að skilja hjólið eftir bara og taka strætó heim, þegar ég mundi allt í einu eftir honum Kristjáni. Guði sé lof fyrir blogg uppfinninguna þá mundi ég eftir að hafa lesið á síðunni hans að hann ætti hjól þannig að ég hringdi í hann og málinu var reddað!! Klukkan 21 eða 4 tímum eftir að ég lagði af stað í fyrsta skiptið var ég svo komin heim, hungurmorða og alveg búin á því.

Hjólatúrarnir ganga samt sem áður fínt og ég er farin að hjóla í skólann á hverjum degi. Þetta er frekar langt en tekur ekki meiri tíma en að taka strætó og metró og aftur strætó þannig að þetta er fínt.

Ég er búin að fá eigin skrifstofu upp í deild. Það er úber kúl. Nú situr maður þar alla daga og þykist vera vísindalegur. Risadvergurinn er hérna hjá mér annaðslagið líka enda ekki annað hægt en að hafa hann undir reglulegu eftirliti!

Er að sofna núna yfir skriftunum. Eins gott að ég er að fara núna eftir smástund á æsispennandi æfingu fyrir málefnalega fyrirlesturinn sem við erum að fara að halda á morgun um fóstureyðingar, þökk sé sílikongellunni vinkonu minni frá Íran.

Jedúddamía

mánudagur, september 18, 2006

Danmörk



þriðjudagur, september 12, 2006

Mit flotte flotte bedstemorcykel!!


Jæja. Þá verður nú aldeilis tekið á því í vetur!Búin að festa kaup á nýju ömmuhjóli og nú verður sko DTU tekið með trompi! Takið eftir 28 tommu dekkjunum, körfunni sem mun verða skreytt með blómum í náinni framtíð og bögglaberanum sem hreinlega ber af!!! Valið var um svart og hvítt ömmuhjól en ég endaði á að velja svart. Er jafnvel að hugsa um að mála það ef ég fæ leið á svarta litnum, allt til í dæminu sko. Per vinur minn hjá Cykelhandel.dk er hvorki meira né minna búinn að senda mér 6 email í dag, svona er hann yfir sig hrifinn af þessum kaupum hjá mér. Hjólið mun koma í stykkjum á morgun en þar sem ég get ekki verið heima þegar þeir koma þá ákváðum við Per í sameiningu að hann kæmi bara prívat og persónulega með hjólið til mín á rannsóknarstofuna upp í DTU. Ég verð því að púsla hjólinu saman á milli þess sem ég rafdreg grænlenska ösku og ef allt gengur að óskum þá mun ég hjóla heim úr skólanum á morgun. Ég er reyndar svolítið stressuð yfir þessari hjólamenningu hérna því að hún er sko allsvakaleg og ég er alls ekkert með það á hreinu hvar ég má hjóla og hvar ekki og síðast en ekki síst þá rata ég sko ekkert úr DTU og heim... þá verður nú gott að hafa gsm.. spurningin er bara í hvern maður getur hringt!

fimmtudagur, september 07, 2006

DK

Komin aftur út til DK. Það er bara alveg fínt. Nóg að gera í skólanum. Er í 3 kúrsum þar af einum netáfanga. Þetta eru bara fínir áfangar sýnist mér svona í fljótu bragði. Er í hópavinnu í air pollution áfanganum. Við í hópnum mínum ætlum að bregða okkur út tvisvar í viku og mæla NO2 mengun niðri á hraðbraut. Ég lenti í hóp með ítala, ungverja og þjóðverja. Þau tala öll frekar furðulega ensku þannig að ég tók það að mér án þess að spurja að vera ritari í hópnum. Þetta á eftir að verða spaugilegt og án efa eftir að koma einhver komment á þetta hópastarf í komandi bloggum. Fyrir utan þessa 3 mastersáfanga er ég svo að vinna á rannsóknarstofunni með henni Pernille sem er leiðbeinandinn minn í Bs ritgerðinni og þar erum við að rafgreina ösku. Þess utan þá eru það 2 aðrar ritgerðir sem bíða þess að verða kláraðar plús upptökuprófið í blessaðri stærðfræðinni. Það er því eins gott að halda vel á spöðunum í vetur... reyna að vakna á morgnana og hætta að hanga á msn allan daginn!! Yeah right