eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Veslings ég

miðvikudagur, september 20, 2006

Veslings ég

Já það er ekki tekið út með sældinni að heita Aðalbjörg Birna. Ég keypti mér hjól um daginn sem er svo sem ekki frásögum færandi nema hvað að hjólið loksins þegar það kom þá kom það í smá pörtum. Ég dundaði mér við það á milli þess sem ég mældi sýrustig á rannsókninni minni að setja hjólið saman og eftir að vera búin að setja það saman og rífa það í sundur aftur nokkrum sinnum þá hafðist þetta á endanum. Ég rosalega ánægð yfir þessum miklu hæfuleikum sem ég hef greinilega yfir að ráða í samansetningu á ýmsu drasli, byrjaði að hjóla heim og var þá klukkan að verða fimm. Eftir ca 5 mín hjólatúr þá fór ég að taka eftir því að hjólið var nokkurn veginn í bremsu og ég stoppaði til að reyna að skrúfa eitthvað laust og það virkaði í einhvern tíma eða þangað til ég þurfti að stoppa aftur þar sem að dekkin voru loftlaus. Ég ákveð að teyma hjólið áfram þar til ég kem að bensínstöð og bregð mér þar inn til að spurja hvar loftpumpan sé fyrir hjól. Bjóst sko ekki við öðru en að það væru að minnsta kosti 3 svoleiðis á hverri bensínstöð svona miðað við fjölda fólks sem hjólar hér á hverjum degi. Nei ekki reyndist það raunin. Ekkert loft að hafa og ekki heldur hægt að kaupa loftpumpu. Ég held áfram í búðina sem er þarna skammt hjá. Þar finn ég pumpu en þegar ég kem á kassann fatta ég að ég er ekki með lausan pening, bara kortið mitt. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að nota það, Dankort ONLY! Það flaug í gegnum huga mér að stela helvítis pumpunni bara fyrst ég mátti ekki borga fyrir hana en svo hætti ég við það. Næsta skref var að svífa á fólk sem ýmist labbaði eða hjólaði fram hjá í veikri von um að einhver væri með hjólapumpu með sér. Svo reyndist ekki raunin. Ég ákvað að skilja því hjólið eftir við einhverja blokk, láslaust náttúrlega, og labba aftur til baká upp í skóla til að komast í hraðbanka sem ég svo gerði. Þegar þessi gjörningur var yfirstaðinn var búið að loka í búðinni. Á þessum tímapunkti var ég orðin frekar pirruð og farin að íhuga að skilja hjólið eftir bara og taka strætó heim, þegar ég mundi allt í einu eftir honum Kristjáni. Guði sé lof fyrir blogg uppfinninguna þá mundi ég eftir að hafa lesið á síðunni hans að hann ætti hjól þannig að ég hringdi í hann og málinu var reddað!! Klukkan 21 eða 4 tímum eftir að ég lagði af stað í fyrsta skiptið var ég svo komin heim, hungurmorða og alveg búin á því.

Hjólatúrarnir ganga samt sem áður fínt og ég er farin að hjóla í skólann á hverjum degi. Þetta er frekar langt en tekur ekki meiri tíma en að taka strætó og metró og aftur strætó þannig að þetta er fínt.

Ég er búin að fá eigin skrifstofu upp í deild. Það er úber kúl. Nú situr maður þar alla daga og þykist vera vísindalegur. Risadvergurinn er hérna hjá mér annaðslagið líka enda ekki annað hægt en að hafa hann undir reglulegu eftirliti!

Er að sofna núna yfir skriftunum. Eins gott að ég er að fara núna eftir smástund á æsispennandi æfingu fyrir málefnalega fyrirlesturinn sem við erum að fara að halda á morgun um fóstureyðingar, þökk sé sílikongellunni vinkonu minni frá Íran.

Jedúddamía

4 Comments:

At 20. september 2006 kl. 18:30, Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu nú mig, hvar voru allir ligeglad danirnir þarna þegar þig vantaði pumpuna/loft í dekkin ha!! Greinilega goðsögn á ferðinni með greiðvikni þeirra!:)

 
At 20. september 2006 kl. 19:27, Blogger Picciotta said...

Já þeir hafa sennilega verið einum of ligeglad akkúrat þennan daginn!!

 
At 20. september 2006 kl. 19:45, Anonymous Nafnlaus said...

Já sennilega. Einu jægermeister of mikið þann daginn!!

 
At 21. september 2006 kl. 21:40, Blogger Ásta S. Fjeldsted said...

Dísús kræst! Þvílíkt og annað eins! eh eh.... kannast við þetta með Dankortið... gjörsamlega óskiljanlegt kortasístem sem þeir eru með hér...
Verð í bandi.. er í málningargallanum á fullu í nýju íbúðinni
knús astan

 

Skrifa ummæli

<< Home