eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Mit flotte flotte bedstemorcykel!!

þriðjudagur, september 12, 2006

Mit flotte flotte bedstemorcykel!!


Jæja. Þá verður nú aldeilis tekið á því í vetur!Búin að festa kaup á nýju ömmuhjóli og nú verður sko DTU tekið með trompi! Takið eftir 28 tommu dekkjunum, körfunni sem mun verða skreytt með blómum í náinni framtíð og bögglaberanum sem hreinlega ber af!!! Valið var um svart og hvítt ömmuhjól en ég endaði á að velja svart. Er jafnvel að hugsa um að mála það ef ég fæ leið á svarta litnum, allt til í dæminu sko. Per vinur minn hjá Cykelhandel.dk er hvorki meira né minna búinn að senda mér 6 email í dag, svona er hann yfir sig hrifinn af þessum kaupum hjá mér. Hjólið mun koma í stykkjum á morgun en þar sem ég get ekki verið heima þegar þeir koma þá ákváðum við Per í sameiningu að hann kæmi bara prívat og persónulega með hjólið til mín á rannsóknarstofuna upp í DTU. Ég verð því að púsla hjólinu saman á milli þess sem ég rafdreg grænlenska ösku og ef allt gengur að óskum þá mun ég hjóla heim úr skólanum á morgun. Ég er reyndar svolítið stressuð yfir þessari hjólamenningu hérna því að hún er sko allsvakaleg og ég er alls ekkert með það á hreinu hvar ég má hjóla og hvar ekki og síðast en ekki síst þá rata ég sko ekkert úr DTU og heim... þá verður nú gott að hafa gsm.. spurningin er bara í hvern maður getur hringt!

8 Comments:

At 12. september 2006 kl. 15:39, Anonymous Nafnlaus said...

Nohh!! Þetta er aldeilis glæsilegur fákur:) Til hamingju með hann. Þú gætir alltaf hringt í mig ef þú villist á heimleiðinni enda þekktur fyrir sérstaklega mikla ratvísi...

 
At 12. september 2006 kl. 16:17, Blogger Picciotta said...

Já það er sko orðið slæmt þegar fólk er orðið áttaviltara en ég!!

 
At 12. september 2006 kl. 20:27, Blogger Ragnhildur said...

Þú getur alltaf hringt í skátann mig, ég veit alltaf hvernig ber að bregðast við óvæntum uppákomum. Spurning um að fá sér líka gps tæki og skella framan á ömmustýrið?

 
At 12. september 2006 kl. 23:09, Blogger Picciotta said...

Hehe SNILLD!!! Stel GPS tækinu úr deildinni

 
At 12. september 2006 kl. 23:09, Blogger Picciotta said...

á morgunn ef mér tekst að setja hjólið saman :)

 
At 13. september 2006 kl. 00:38, Blogger B said...

Stórglæsilegt hjól! Til hamingju:) Ekki gleyma að vera í bleiku stígvélunum, þannig verðuru klárlega langflottasta hjóladrottning í DK.

 
At 14. september 2006 kl. 04:19, Blogger Ásta S. Fjeldsted said...

Já tillukku með nýja hjólið! Nú ertu orðin sönn Kaupmannahafnarmey... sérstaklega ef þú bæti blómunum á körfuna :) Ég er enn á rauð tryllitækinu; 21. gíra RISA fjallahjól... ekki alveg að standa mig í imiginu.

 
At 15. september 2006 kl. 19:50, Anonymous Nafnlaus said...

Við erum komin heim.... allt gekk ágætlega, vare með 50 kíló í farangur.....

 

Skrifa ummæli

<< Home