KOMA SVOOOO!!!!
Jökulsárgöngur á þremur stöðum á landinu.
Fjölmargir hafa áhuga á því að ganga með Ómari Ragnarssyni niður Laugaveg, frá Hlemmi á Austurvöll klukkan átta í kvöld. Systurgöngur hafa verið skipulagðar á Akureyri og á Ísafirði. Á öllum stöðunum verða ræðuhöld og jafnvel fjöldasöngur. Ómar leggur til að hætt verði við að reka tappann í Hálslón eins og stendur til að verði gert, líklega á fimmtudagsmorgun.
"Mætum og göngum með Ómari" eru hvatningarorð til eggjunar íslensku þjóðinni sem standa inni á þó nokkrum spjallsíðum í dag. Ómar er hins vegar ekki sjálfur að skipuleggja atburðinn, heldur sagðist hann sjálfur myndu ganga niður Laugaveg og leggja í hendur valdamönnum tillögur sínar að þjóðarsátt sem kynntar voru á blaðamannafundi sem frægur er orðinn. Ekki hefur fengist staðfest hvort einhver verði til að taka við tillögunum úr hendi Ómars en skipuleggjendur eru að reyna að hafa samband við háttsetta menn og konur. Ef enginn verður til svara verða tillögurnar settar inn um bréfalúguna.
Fjöldi fólks lýsti strax yfir áhuga á því að ganga með Ómari og nú er farið að skipuleggja ræðuhöld og dagskrá á Austurvelli. Lísa Kristjánsdóttir, einn aðalskipuleggjandinn, segir ekki einn ákveðinn hóp á bak við skipulagninguna, heldur einstaklinga sinn úr hverri áttinni. Ómar sjálfur ætlar að tala á Austurvelli, einnig Hildur Eir Bolladóttir sem predikaði af miklum móð með þjóðarsátt á sunnudaginn og Andri Snær Magnason sem hefur barist hart með náttúrunni.
2 Comments:
Ég mætti á mótmæltin og lét vel í mér heyra!!! Áfram Ísland!!:)
Ánægð með þig :)
Skrifa ummæli
<< Home