DK
Komin aftur út til DK. Það er bara alveg fínt. Nóg að gera í skólanum. Er í 3 kúrsum þar af einum netáfanga. Þetta eru bara fínir áfangar sýnist mér svona í fljótu bragði. Er í hópavinnu í air pollution áfanganum. Við í hópnum mínum ætlum að bregða okkur út tvisvar í viku og mæla NO2 mengun niðri á hraðbraut. Ég lenti í hóp með ítala, ungverja og þjóðverja. Þau tala öll frekar furðulega ensku þannig að ég tók það að mér án þess að spurja að vera ritari í hópnum. Þetta á eftir að verða spaugilegt og án efa eftir að koma einhver komment á þetta hópastarf í komandi bloggum. Fyrir utan þessa 3 mastersáfanga er ég svo að vinna á rannsóknarstofunni með henni Pernille sem er leiðbeinandinn minn í Bs ritgerðinni og þar erum við að rafgreina ösku. Þess utan þá eru það 2 aðrar ritgerðir sem bíða þess að verða kláraðar plús upptökuprófið í blessaðri stærðfræðinni. Það er því eins gott að halda vel á spöðunum í vetur... reyna að vakna á morgnana og hætta að hanga á msn allan daginn!! Yeah right
4 Comments:
Gangi þér vel í öllu þessu námi Mamma
Vá, ég myndi gefa 10.000 THB fyrir að mamma mín skrifaði comment hjá mér!!! Ýkt abbó he he...
Gott að heyra að þú sért komin til DK... hlakka til að koma heima eftir ca 2 vikur. Þegar ég verð búin að koma mér fyrir í Charlottenlund að þá held ég stelpukvöld; fullt af gellum að mæta til Köben í ár... Verð í bandi þegar ég kem til DK.
kv.Astan
Gangi ter vel. Eg sit a ljotu skrifstofunni minni a 2. hæd i byggingu 204. Hun er dapurlega skelfileg! Ljot og ohrein :( Eg ætla ad reyna ad mæta herna a hverjum degi, vid gætum nu kannski hist i hadeginu bradum? Hvad segirdu um tad?
Já stelpukvöld hljómar alls ekki illa ha! Það er að segja ef nördinn getur rifið sig upp úr bókunum :)
Já Ragnhildur mín, ég fer nú alveg að koma til þín í 204, byrja á fullu í öskunni á miðvikudaginn og finnst trúlegt að ég eigi eftir að halda mikið til á þeim slóðunum fram að áramótum.. við sjáumst snart sæta
Skrifa ummæli
<< Home