eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: ALCOA ELSKAR LANDSVIRKJUN

fimmtudagur, júní 08, 2006

ALCOA ELSKAR LANDSVIRKJUN

Já það lak út á heimasíðu Alcoa í dag hversu mikið Landsvirkjun er að selja þeim orkuna okkar á. Á meðan litla landið okkar steypir sér í erlendar skuldir og skaðar orðspor sitt út á við með því að vera ekki lengur framúrstefnuleg Skandinavíuþjóð sem leggur allt sitt hugvit í að skapa umhverfisvæna lifnaðarhætti í landinu og vernda óspillt náttúrusvæði sem eru orðin svo fá eftir í heiminum, þá notum við umhverfisvænu orkuna okkar sem við eigum svo mikið af og gætum gert svo margt skynsamlegt við, í gjafapakkningar til Alcoa sem að svo breytir henni í mengandi steingervinga álverksmiðju með öllu tilheyrandi.

Það hefur hingað til verið trúnaðarmál á hvað orkan hefur verið seld frá Landsvirkjun til Alcoa. Því hefur verið borið við að samkeppnishæfni fyrirtækjanna gæti skaðast!! WHAT???

Um leið og það fattaðist að þetta væri lekið út þá var fréttin fjarlægð hið snarasta af heimasíðu Alcoa í Brasiliu þar sem að hun birtist. Ég er hinsvegar búin að komast yfir upplýsingarnar, þær eru HÉR!!!. Þarna segir einmitt að í Brasilíu þá borgi Alcoa 30 dollara fyrir megawattstundina á meðan á Íslandi þá kosti hún helminginn. HA????!!!! Er ég að lesa rétt? Á Íslandi kostar megavattstundin semsagt 15 dollara!! Eða ca 1 krónu á kílówattstundina. Þess má til gamans geta að Reyðfirðingar borga 8 krónur á kilowattstundina... afhverju? Þetta get ég bara ekki skilið. Ég hef ekki vitað til þess hingað til að nokkur einasti hlutur sé ódyrari á Íslandi en annarsstaðar í heiminum. Ísland er eitt af langdýrustu löndum í heimi. Bjór er sá dýrasti á Íslandi í öllum heiminum ( samt notum við íslenskt vatn ), matvara á Íslandi kemst ekki í hálfkvisti við matvörur í öðrum löndum, föt á Íslandi eru rándýr sama hvort um sé að ræða lopapeysur af íslensku sauðkindinni sem alltof mikið er til af, eða Nikita merkið sem er sent til Kína til að fá sem besta framleiðsluverðið. Íslendingar fríka út hvar sem þeir koma, HVAAAA ÞETTA KOSTAR BARA EKKI NEITT og svo er keypt og keypt! Og hvað með vatn á flösku? Ég borgaði 25 krónur danskar fyrir hálfan líter af íslensku vatni um borð á Icelandexpress um daginn! Fyrir þann pening fæ ég 12 lítra af vatni í Kaupmannahöfn og þó er það vatn flutt inn til Danmerkur! Ha? Nú ég hélt að það væri til svo mikið af vatni á Íslandi að það sé um að gera að virkja það og gefa það svo úr landi? Hvað er þá með þetta verð á vatni í flösku? Það hefði verið ódyrara að kaupa rafmagn á flösku. Fyrir 250 krónur fæ ég nefnilega 250 kílovattsstundir ef ég heiti Alcoa. Já það þarf ekki annað en að horfa á brjálæðisaugnaráðið á henni Valgerði Sverrisdóttur sveitastelpunni sjálfri til að sjá að það er eitthvað mikið dularfullt með Landsvirkjun og Alcoa united. 1 - 0 fyrir þá á móti okkur aulunum.

6 Comments:

At 8. júní 2006 kl. 22:59, Anonymous Nafnlaus said...

Þarna þekki ég formanninn minn:)mér sýnist ekki vera vanþörf á að hrinda áætlun flokksins í framkvæmd og það strax ef ekki á illa að fara. Ég tel að orð Nonna Sig séu vel við hæfi hér..Vér mótmælum allir!!!

 
At 9. júní 2006 kl. 14:24, Blogger Picciotta said...

já ég held það barasta.. veit ekki afhverju en við að lesa þetta komment þá fékk ég löndun í nonnabita, og mér hefur meira að segja aldrei fundist þeir neitt spes... hmmm

 
At 9. júní 2006 kl. 14:39, Anonymous Nafnlaus said...

http://www.infonegocio.com/xeron/bruno/italy.html
hehe birna tjékkaðu á þessu=) en mér sýnist vera mikið að gera framundan hjá mér þarn sem líf þitt verður örguelga í hættu eftir þessar upplýsingar;) ek hafa áhyggjur ég bjarga þessu=)

 
At 9. júní 2006 kl. 18:37, Anonymous Nafnlaus said...

Nú líst mér á þig! Flottur pistill.

 
At 9. júní 2006 kl. 22:36, Blogger Ragnhildur said...

Jahérna hér, ég segi nú ekkert annað...

 
At 12. júní 2006 kl. 11:47, Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna barasta svei bara Landsvirkjun.Svo þurfum við að borga okur rafmagn fyrir heimilið. Þú Birna varst á undan með þessa frétt, var í öllum fjölmiðlum sama dag :) Mamma :)

 

Skrifa ummæli

<< Home