Thank god for Føroyar
Já það væri ótrúlega einmanalegt að labba um gangana hérna á kolleginu ef ekki væri fyrir blessaða Færeyingana...
Annars er ég komin í "sumarfrí" með gæsalöppum. Við skiluðum seinasta verkefninu af okkur í 3 vikna forritunarkúrsnum í dag og þar með lauk honum þó svo að 3 vikurnar séu formlega ekki búnar. Á föstudaginn er það svo bara brottför til Grænlands. Við vísindakonustöllurnar erum að leggja seinustu hönd á undirbúninginn, læra á öll tækin sem við þurfum að taka með okkur og kaupa okkur pollagalla og sólderhúfur ( mjög gagnlegt á Grænlandi ) . Fyrst fljugum við á einhvern stað sem ég man aldrei hvað heitir og flugið tekur 4.30 tima og svo tökum við innanlandsflug i klukkutima til Aasiatt þar sem ad tengiliðurinn okkar hann Hussein mun taka á móti okkur. Þaðan tekur svo við klukkutíma bátsferð til Ikamiut sem er pinkulitill bær med ca 100 íbúum. Annars er svo sem ekkert um þetta að segja eins og er... ég hendi inn myndum af þessu auðvitað við fyrsta tækifæri sennilega ekki fyrr en eftir ferðina þó þar sem ég býst ekki við að það sé mikið um hot spot netsvæði á eyjunni grænu,en þangað til adios amigos!!
2 Comments:
Þetta verður án efa góð ferð! Taktu nógu mikið af myndum því ekki mun ÉG gera það!!! Síjú tomorró at Kastrup verrí örlí inn ða morning ... zzz
Sjitt hvað þetta er klikkuð auglýsing hjá færeyjingunum, hehe ég efast ekki um annað en þú skemmtir þér ágætlega við að sjá þetta daglega! Góða ferð bella og gangi ykkur ógó vel í ferðinni!
Skrifa ummæli
<< Home