eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Hnuss

mánudagur, júní 12, 2006

Hnuss

Ég er ekki sátt. Er að hugsa um að skipta um banka þvi að KB banki sökkar. Af hverju er KB banki ekki ennþá Búnaðarbankinn? Þá hefði nú verið auðveldara að lifa og kortin væru ennþá græn. Allt er vænt sem vel er grænt. Já í fyrsta lagi þá fékk ég nefnilega ekki styrkinn sem ég sótti um í þessum plebbabanka, og hafði ég sko ekki lítið fyrir þeirri umsókn. Það finnst mér ekki sanngjarnt svona miðað við aldur og fyrri störf og alla vextina sem að ég borga og er búin að borga seinustu árin fyrir yfirdrátt, lán og úttektir erlendis. Það borgar örugglega enginn svona mikið í þjónustugjöld á öllu Íslandi eins og ég, nei ENGINN!! Hins vegar fengu einhverjir plebbar í íslenska þjóðbúningnum styrk, rauðhærð stelpa ( hvað er með það ), útlendingur og svo einhver eldgömul sjelling. Jahérna hér nú er ég hneyksluð. Ekki að þetta væri ekki nóg hjá KB banka. Nei nei. Debet kortið mitt rann út einhvern tímann í januar og ég hafði ekkert fengið annað kort í staðinn. Hafði það af fyrir helgi að láta senda mér kortið hingað út, nema hvað að þegar ég fæ kortið í hendurnar ( sem er by the way ótrúlega ljótt ) og ætla að fara að taka peninga út fyrir leigunni þá étur bankinn kortið. Ég átti nú eiginlega von á því að hann myndi æla því út úr sér aftur vegna fyrrnefnds ljótleika en allt kom fyrir ekki. Stynjjj og nei ég neita því algerlega að þetta hafi verið mér að kenna. Allt KB banka að kenna.

Annars er svakalega gott veður hérna hjá okkur í Kaupmannahöfn. Verst að maður er inni alla daga að glápa á tölvuskerminn í stærðfræðiforrituninni. En allt tekur endir um síðir og ég ætla rétt að vona að þetta líði fljótt og ég verði komin til Grænlands von bráðar og svo bara heim að vinna mér inn einhvern pening, ekki veitir víst af. Og jú einar fréttir i viðbót, ég leigði íbúðina mína út í sumar og sparaði mér þar 50 þus kall í ónotaða leigu. Aldeilis buisness manneskja orðin, uss uss.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home