Honestly!!
Ég er þreytt í dag. Veit ekki alveg afhverju samt. Kannski af því að ég fer aldrei að sofa fyrr en löngu eftir miðnætti. Nennti ekki í skólann í gær og var bara í einhverjum útréttingum úti í bæ öðru nafni sólbaði í garðinum. Veðrið var einfaldlega of gott til að sitja inn í hundleiðinlegum forritunartíma. Annars var gærdagurinn alger snilldardagur fyrir utan tvo 10 ára gutta sem spurðu mig hvort ég vildi fara úr fötunum fyrir þá. Þegar ég neitaði þá hlupu þeir í burtu en komu að vörmu spori aftur með 20 krónur til að múta mér. Já þetta var svona svipað og átta ára gaurinn á ítaliu sem kallaði á eftir mér, úúú flottur rass hérna um árið, að undanskilinni mútustarfseminni. Byrjar snemma vitleysan hjá karlþjóðinni. Gáfulegt.Annars er svosem ekkert að frétta. Ég get jú kynnt ykkur fyrir honum Óla sem er með okkur í forritun. Hann er lúði af verstu gerð og það er svo fyndið að fylgjast með honum. Hann lítur út eins og skemmtileg blanda af rússa og þjóðverja, svona rauðbirkinn og stór með há kollvik en samt horaður með ýstru. Buxurnar eru alltaf girtar upp undir hendur og hann situr alltaf einhversstaðar rétt hjá hópnum mínum sem betur fer, því annars myndi ég sennilega sofna úr leiðindum á daginn. Í þessum tímum þá eru búnir til svokallaðir hjálparlistar á töfluna til að kennararnir viti hverjum eigi að hjálpa næst, og það fyndnasta við Óla er að hann skrifar alltaf nafnið sitt öfugt við alla hina, þ.e.a.s ef að listinn gengur til hægri þá skrifar hann nafnið sitt vinstra megin þar sem að enginn annar er, þó svo að það séu örvar og allt tilheyrandi sem bendir á hvert listinn sé að fara. Þetta leiðir til þess að Óli fær sjaldan hjálp og í dag þá var hann eitthvað að röfla í einhverjum araba sem er með okkur um hvað kennararnir væru nu lélegir hjálparkennarar. Þetta fannst mér alger snilld, og ennþá meiri snilld er að horfa á töfluna með nýjum lista á hverjum degi með 'OLI skrifað alltaf med risa stöfum lengst fyrir utan allan listann. Ætli hann fatti þetta áður en kúrsnum líkur? Óli hefur enn 9 daga til stefnu.
Framhald í næsta þætti...
6 Comments:
Áfram Óli, væriru til að senda honum knús frá mér?
Held að þú þurfir eitthvað að fara rifja upp stafsettningar kunnáttuna:)
ókei, þú kannski líka áður en þú ferð að setja út á hjá öðrum, stafsettningar með tveimur t-um??
Þetta var innsláttar villa
Bryndis, Oli thakkar hlyhuginn en afthakkar samt sem adur, allt physical contact er ekki vel sed hja tølvunørdum segir hann serstaklega ekki yfir hadaginn...
Ohh, kjánaprikið hann Óli. En er þá ekki ráð að láta hann hafa msn adressuna mína bara, hann hlýtur að nenna tala við mig þar ha! Get amk sent honum virtual knús
Bryndis a.k.a nerd stalker
Skrifa ummæli
<< Home